Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1918, Síða 123

Eimreiðin - 01.07.1918, Síða 123
Eimreiðin] RITSJÁ 251 af stað, stríðssögur, skáldsögur, einstakar lýsingar o. s. frv., og er þó síður en svo, að séð sé fyrir endann á þvj enn. Það verður lagleg fúlga að blaða í fyrir sagnameistara síðari tíma. Líklega hefir þó enginn rithöfundur stríðsins mikla komist inn á fleiri heimili og inn að fleirum hjörtum en Patrekur Gillsson, eð'i Patrick MacGill eins og hann heitir réttu nafni. Hann er írskur að ætt og uppruna, og hefir verið lengi á vígvellinum og komist gegnum margar og miklar mannraunir. Hann skortir því eigi frásagnarefnið. En hitt er þó meira um vert, að hann er gæddur alveg einstökum rithöf- undarhæfileikum. Bækur sínar ritar hann á vígvellinum og hefir því dag- lega fyrir augum það, sem hann er að segja frá, og penni hans klæðir það svo holdi og blóði, að það er eins og lesandinn sé með honum í svaðilför- unum. En það sem þó er máske aðdáanlegast, er það, hve frásögn hans er undur látlaus og fjarri öllu yfirlæti. Það er enginn rembingur, hvorki yfir eigin hreysti eða yfirburðum Englendinga. Ófriðurinn er í augum hans brjálæði. Þjóðverjar og Englendingar eru bræður, sem í fásinnu og augnabliks æði drepa hverir aðra. Það er þetta, sem í mínum augum hefur Patrick MacGill upp yfir alla aðra, sem eg hefi lesið eitthvað eftir frá ófriðnum. Hann er alls ekkert að „agitéra" fyrir sinni þjóð. Þýðingin er dável gjörð, látlaust, fjörugt og svipfallegt íslenskt mál er á allri bókinni, og um ljóðin má sama segja, þó þau séu þýdd af> öðrum. Nokkra smíðagalla á málinu mætti nefna, en hér skal þó að eins það nefnt, að það er hinn mesti ósiður, að láta ekki útlend nöfn halda sér rétt, nema þau hafi unnið sér hefð i íslensku. Á eg hér við það, að þýða MacGill með Gillsson. Ekki þykir oss fagurt, þegar útlend- ingar afbaka þannig íslensk nöfn. Bók þessi, og aðrar bækur þessa höfundar, hafa selst utanlands í tugum og hundruðum þúsunda eintaka, og eg efast ekki um að hún verður lesin með áhuga hér heima líka. Eg vil ráðleggja hverjum manni, sem vill kynnast ástandinu á víg- vellinum og jafnframt lesa verulega skemtilega bók, að fá sér „Sóknina miklu“. Frágangur bókarinnar hið ytra er hinn fallegasti, og mynd á kápunni. 1 síðasta hefti Eimreiðarinnar var kafli úr annari bók eftir þennan sama höfund: „Veislan í gryfjunni“. M. J. Þá bókafregn höfum vér að færa öllum bókmentavinum, að Ljóð- mæli Þorsteins Erlingssonar eru í útgáfu, munu koma á markaðinn fyrir jólin. í því bindi, sem nú kemur, verða Þyrnar, sem hafa tyerið ófáanlegir nokkuð lengi, og önnur kvæði, sem hann hefir ort eftir útkomu þeirra, þar á meðal það, sem tilbúið var af Fjalla-Eyvindi. Á næsta ári er í ráði að gefa út Eiðinn allan í einu bindi. Þriðja bindið af ritum Þorsteins mun koma þar á eftir og í því rit í óbundnu máli, dýrasögur, sendibréf, o. s. frv.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.