Eimreiðin - 01.07.1918, Blaðsíða 95
Eimreiðin]
KONUNGURINN UNGI
223
húsanna í næturhúminu. Þar mátti og sjá þreytta varömenn-
ma, er gengu upp og niöur eftir dimmum virkisgaröinum á
árbakkanum. Úr aldingarði í fjarska mátti heyra söng
næturgalans. Veika angan af ilmjurtum lagði inn um opna
gluggann. Hann strauk dökka lokkana frá enninu, greip gígj-
una og lét fingurna renna mjúklega yfir strengina. Augnalok
hans, höfug af svefni, lukust smámsaman aftur og kynlegt
magnleysi færðist um hann. Aldrei á æfi sinni hafði hann
fundið jafn-skýrt og með jafn-óblöndnum fögnuði dularfult
seiðmagn fegurðarinnar.
Þegar klukkan í turninum boðaði miðnættið hringdi hann
bjöllu, og sveinar hans komu og klæddu hann úr með við-
höfn mikilli, stöktu ilmvatni á hendur hans og stráðu rósum
á svæfilinn. Fáum augnablikum síðar sofnaði hann.
* * *
En er hann svaf, dreymdi hann draum. Og þessi var draum-
urinn:
Hann þóttist vera staddur í loftsal nokkrum. Var þar lágt
til loftsins og fjöldi vefstóla gekk þar með þys og skellum.
Veik skíma smaug inn um grindagluggana og sá hann þá
grindhoraðar konur, sem sátu álútar við vefstólana. Fölleit
og veikluleg börn sátu flötum beinum á breiðu þverslánum.
Þegar skytturnar þutu gegn um ívafið lyftu þau þungu slag-
borðinu, og strax sem skyttan stansaði létu þau það falla að,
og þrýstu saman þráðunum. Þau voru kinnfiskasogin af skort-
inum, og hendurnar voru skinhoraðar og skulfu og nötruðu.
Nokkrar hrygðarmyndir af konum sátu við borð og voru
að sauma. Viðbjóðsleg fýla var þarna inni. Loítið var svækju-
legt og pestnæmt og rakinn rann ofan eftir veggjunum.
Konungurinn ungi gekk að einum vefaranum og stóð þar
og horfði á hann.
Og vefarinn leit á hann gremjulega og sagði; „Hvað ert
þú að glápa á mig? Ert þú einhver njósnari, sem húsbóndinn
hefir sent til höfuðs okkur?“
„Hver er húsbóndi þinn?“ spurði konungurinn ungi.
„Húsbóndi okkar!“ nöldraði vefarinn gremjulega. „Hann