Eimreiðin - 01.07.1918, Blaðsíða 81
EímreiOin]
FERfc í ÞÓRISDAL
209
pví sem eg sá, er eg kom út, mun eg seint gleyma. Ein-
hver fágæt gleðitilfinning greip mig. Mér fanst eg verða
að breiða út faðminn móti náttúrunni til þess að fagna
fegurðinni. Til þess að fagna hraunum og hlíðum, hnúk-
um og hálsum, fjöllum og jöklum. Mér fanst eg vera i
ætt við það alt og eg gladdist yfir frændseminni. Fyrir
einum degi vorum við allir í Reykjavík í hinu þunga and-
rúmslofti menningarinnar, þar sem hugur og hendur hvers
manns starfa fyrir daglegu brauði. Nú vorum við inni
í viltustu óbygðum landsins og biðum eftir að sóhn gæfi
þeim nýjan svip. það var líkast draumi. Sólin var að
teygja sig upp yfir fjöllin. Brátt fóru hæðir og hnúkar
að brosa. Svo hýrnaði yfir hlíðum og hálsum. Áður en
langt um leið var orðið hlýtt og bjart hvar sem htið var.
í austri, suðri og vestri voru marglit sólroðin f jöll. I norðri
var Langjökull skamt frá okkur, glampandi í sólskininu,
eins og gríðarmikill hvítur veggur og sást hvergi fyrir
endan á honum í austur, þar sem hann teygði sig inn að
hjarta landsins.
Við urðum heldur síðbúnir, því mörgu þurfti að sinna.
J?að var komið yfir dagmál er við gátum lagt af stað og
héldum við inn með Hlöðufelli og stefndum á Langjökul.
Við vildum komast í pórisdal þá um daginn, ef ekki haml-
aði veður eða önnur óviðráðanleg atvik. Við vorum mjög
í vafa um hvort okkur mundi hepnast að finna dalinn,
því að kort það, er Wunder hinn austurríski hefir gert af
honum, er nokkuð ónákvæmt. Og ilt er að átta sig eftir lýs-
ingum þeim, sem til eru af honum, Frá þeim stað, er við
tjölduðum sést dæld allstór í jökuhnn. Austasti hluti
þeirrar dældar er venjulega kallaður Jökulkrókur. pang-
að stefndum við. Vatn það, er Wunder fann ætluðum við
að finna til þess að átta okkur eftir og ráða af þvi, hvar
dalurinn væri. Vatn þetta er svo stórt á korti Wunders
að ætla mætti að ekki væri hægðarleikur að fara um þær
slóðir án þess að verða þess var.
Inn með Hlöðufelli er allmikið sandorpið hraun. Laust
hraungrýti liggur þar í löngum görðum og sums staðar
14