Eimreiðin - 01.07.1918, Side 78
[EimreiOin
Ferð í Þórisdal.
Flestir íslendingar munu kannast við pórisdal. Hann
kemur víða við sögu og alstaðar hvílir yfir honum kynja-
blær, sem fær ímyndunarafl manna til þess að sjá fleira
en sagt er. Snemma byrjuðu sagnir um hann að myndast.
Fyrst er honum lýst í Grettissögu og þar er honum best
lýst. Síðast kemur hann fram í þjóðsögum og kvæðum.
J?ar er brugðið yfir hann æfintýraljóma og þjóðtrúin
markar honum bás að sínu skapi. Menn sjá fyrir sér dal-
inn, inni i viltustu óbygðum landsins, í miðjum Lang-
jökli, grænan og frjósaman. par var griðastaður sauða-
þjófa, heimkynni útlaga og misindismanna.
Lýsinguna af dalnum í Grettissögu munu margir hafa
lesið. Honum er lýst svo, að manni þykir sem smjör
drjúpi þar af hverju strái. par var fé svo vænt, að betri
var einn sauður til niðurlags þar en tveir annarsstaðar.
par voru heitir hverar og skógivaxnar hlíðar. Dalurinn
var langur og mjór og luktur jöklum öllu megin svo að
þeir skúttu fram yfir dalinn. pótti Gretti sem jarðeldar
mundu þvi valda, að eigi luktust saman jöklarnir yfir
dalnum. Litill var þar sólargangur, en engu að síður voru
hlíðarnar grænar. Grettir gaf dalnum nafn eftir þurs ein-
um, er fyrir honum réð. Eftir vetrar dvöl fór Grettir úr
dalnum. Fór hann suður um og yfir Skjaldbreið. Reisti
hann hellu eina stóra í miðjum Skjaldbreið norðanverð-
um, klappaði rauf i hana og sagði svo, að ef maður legði
auga sitt við raufina, þá mætti sjá í gil það er fellur úr
pórisdal. Að litlu gagrii hefir þessi tilvísun Grettis orðið,
því þeir sem í dalinn hafa komist, hafa annan veg ráðist