Eimreiðin - 01.07.1918, Blaðsíða 15
EimreiÖin) TÖFRATRú OG GALDRAOFSÓKNIR
143
5. Mós. 18, 10—12: „Eigi skal nokkur finnast hjá þér,
sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn, eða
sá er fari með galdur eða spár, eða fjölkyngi eða töfra-
maður, eða gjörningamaður, eða særingamaður, eða spá-
sagnamaður, eða sá er leiti frétta af framliðnum. J?vi að
hver sá, er slikt gerir, er Jahve andstyggilegur .... “
petta, „að ganga gegnum eldinn“ er að færa fórnir
öðrum guðum, eins og sjá má í 2. Kron. 33, 6: Hann (þ.
e. Manasse) lét og sonu sina ganga gegnum eldinn í
Hinnomsdal, fór með spár og fjölkyngi og töfra ....“
Manasse egnir á móti sér reiði Jahve einmitt með þessu,
að færa útlendum guði mannafórnir.
Auðvitað getur töluvert af þessari tilhneigingu til galdra
og töfra verið komið inn frá öðrum þjóðum síðar, t. d.
frá Egyptum, en þó mun naumast hafa kveðið veru-
lega að því. Gyðingarnir voru allra þjóða ómannblendn-
astir. Lögmáhð varð að nokkurskonar múrvegg utan um
þjóðina, og trú þeirra bannaði stranglega öll mök við aðra
guði eða önnur trúarbrögð. J?að er og eftirtektarvert við
þá staði, sem hér hafa verið tilfærðir, að galdur og villu-
trú eru ávalt sett saman eins og eitt og hið sama. Galdur
og töfrar eru mök við aðra guði, og því ótrúmenska við
Jahve, villutrú. Og það er enginn efi á því, að Gyðing-
amir hafa á frumstigi sínu fengist við töfra úr því að svo
erfitt veitti að venja þá af því, jafnstranglega og Jahve-
trúin þó bannaði það.
Jahve-trúin hefst hjá Gyðingum með Móse. Hann er höf-
undur Jahve-trúarinnar. En jafnvel eftir að þjóðin hafði
eignast þá trú, er eigi hægt að tala þar um verulega eingyð-
istrú fyrst í stað. peir máttu að vísu engan guð dýrka nema
Jahve, en hinu var alls ekki neitað, að aðrir guðir kynnu
fyrir því að vera til, og að rétt væri að dýrka þá i þeirra
löndum. En einmitt þetta, að tilvera annara guða var
viðurkend, en dýrkun þeirra fyrirboðin, opnaði leiðina
til trúvillunnar. Hegningin var sú sama fyrir hvorttveggja,
hjáguðadýrkun og galdra, því að galdrar voru skoðaðir
hjáguðadýrkun. Fyrir hvorttveggja var liflát, grýting.