Eimreiðin - 01.07.1918, Síða 110
238
ISLENSK TUNGA OG ÖNNUR MÁL [Eimreiðin
máli einangruninni að þakka.“* Eg veit því ekki vel, hvaS
það er, sem er „snúið öfugt við“ í grein minni, nema ef því
skyldi eiga að halda fram, að þjóðerni og tunga smáþjóðar
geymist best í sem mestri þjóðaþvögu, en einangrunin drepi
hvorttveggja! í hæsta lagi mætti segja, að dæmin hafi verið
óheppilega valin, af því að málið var svo auðsannað, að ekki
var til þeirra vandað.
Hvort flugferðir koma eða ekki, er auðvitaö spádómur hvort-
tveggja og er ekkert annað í því að gjöra, en biða átekta.
En þvi miður er eg hræddur um, að eg verði sannspárri um
það. Og svo að lokum erum við sammála, þó að hr. Wiehe sýnist
ekki taka eftir þvi. Hann telur mestu hættuna stafa af því, að
fjöldi útlendinga setjist að í þessu strjálbygða landi. Já, það
er nú einmitt það. En það verður miklu fremur, þegar flug-
ferð^r eru komnar á. Hafið er vörðurinn enn þá. En hvað dvel-
ur útlendingana, þegar þeir geta komist þetta án sjóveiki og
á fáeinum klukkutímum?
RITSTJ.
* Ársrit Fræðafélagsins 1918, bls. 17.