Eimreiðin - 01.07.1918, Síða 33
Eímrelðtn]
SÝNIR ODDS BlSkUPS
161
Þarna örlaSi á mörgum stökum steinum upp úr gaddinum.
Renningskófið bylgjaðist yfir þá eins og slæða. Á þessum
steinum voru þeir Jón biskup Arason og synir hans teknir
af lífi fyrir rúmum 50 árum.
En fyr en hann varði sjálfan, var orðið bjart yfir tröð-
unum, eins og um júnínótt, og snjórinn horfinn. Þá gengu
nokkrir menn heim traðirnar og báru mann — eða lík — í
fjórum skautum milli sín. Vatn rann úr fötum mannsins. Þeg-
ar þeir komu á móts við kirkjuna, lyftu þeir upp dúknum,
sem huldi andlit mannsins. Andlitið var blátt og afskræmt
og froðukúfur um vitin. Hann þekti það samt. Þetta var einn
af heimamönnum hans — b r y t i n n í Skálholti.
VIII.
Vér getum verið miklir menn, þegar vér komum fram á
þingum í embættisnafni, gæddir valdi, sem vér höfum þegið
af guði eða kónginum eða lýðnum, eða blátt áfram af „þeim
viðurstyggilega Mammon". Vér getum verið reistir, þegar
vér erum kvaddir til að setja niður deilur og skipa málum
manna. Vér getum veitt oss þá ánægju að vera strangir við
stæriláta og mildir við mjúklynda, þegar lukkan hefir lyft
oss hátt sjálfum og alt leikur i lyndi. Vér getum drotnað með
takmarkalausu valdi í ríki voru, héraði voru eða á heimili
voru, þar sem hverjum manni stendur af oss ógn og agi. —
En þegar vér mætum hinum miklu öflum alheimsins, þegar
vér stöndum frammi fyrir hinum miklu ráðgátum tilverunnar,
eða þegar vér horfumst í augu við ofurefli óumflýjanlegra
örlaga, þá erum vér allir saman börn — allir saman veik
og vanmáttug börn, og munurinn á okkur harla lítill.
Þannig var biskupinum í Skálholti farið þetta kvöld. Með-
vitundin um það, að hann væri biskup, hirðir hirðanna i stifti,
sem tók yfir þrjá af fjórðungum landsins, voldugasti maður-
inn á íslandi, studdi hann ekki mikið. Biskupstignin var hon-
um ekki meira virði hér, en þótt hann væri einmana að vill-
ast norður í Ódáðahrauni. Öll mannleg hjálp var honum fjar-
læg og fánýt. Vanmætti hans og einstæðingsskapur beygðu hann
niður að dufti jarðarinnar. Hann var ofurseldur öflum, sem
hann fékk enga rönd við reist, öflum, sem umkringdu hann
og léku sér að honum eins 0g hálmstrái.
Í1