Eimreiðin - 01.07.1918, Blaðsíða 59
Eimreiðin]
Lögmál hins ósýnilega.
Eða: Mun þess auðið að ná sambandi við framliðna ástvini?
Eftir Dr. James L. Gordon.
(Úr ensku.)
UndraverS er öldin, sem vér lifum á! Nálega er öllum ósk-
um vorum, eftirvæntingum og ímyndunum búið aö svara aS
einhverju leyti: undri fjarsjáarinnar og undri smásjáarinnar,
undri ljósbandsins (spectros'cop), undri rafsegulsins, undri þess
er nefnist radium, undri alls konar funda og uppgötvana, undri
sigurvinninga á landi, legi og í lofti. Edison, þessi Völundur
vorra tíma, hefði eflaust verið kallaður hinn mesti galdra-
maður, hefði hann verið uppi fyrir þremur öldum; hann full-
yrðir, að á næstu tíu árum muni fljúgandi loftför flytja far-
þega yfir Atlantshafið og fara 50 vikur sjávar á kl.stund.
Visindamennirnir segja oss, að tré megi gera fljótandi og
renna í mót, eins 0g bræddum málmi. Sjálfhreyfivélar þykja
vera nærri hendi. Rafpípa með radíum hefir verið smíðuð,
sem sagt er, að starfi sjálfkrafa, og haldi klukku síhringj-
andi — hringjandi — í þrjátíu þúsund ár!
Með undrafundum og uppgötvunum erum vér komnir býsna
nærri leyndardómum tilverunnar og hennar ósýnilegu kröft-
um. Vér höfum jafnvel gert tvær uppgötvanir öllu meiri.
Vér höfum sannfærst um, að maðurinn er andi eða andleg
vera; og í öðru lagi það, að vér eigum heima í andlegri vei-
öld. Maðurinn er andi: „Til er náttúrlegur líkami og til er
andlegur likami.“ Andlegi líkaminn er orsökin, en hinn afleið-
ingín. Augað getur ekki séð, eyrað ekki heyrt, heilinn ekki
hugsað, höndin ekki starfað, líkaminn ekki hreift sig. öil
þessi verkfæri fara eftir og hlýða viljanum, eða ósk ósýni-
legrar persónu, Tolstoj hefir komið þvi öllu fyrir í orðun-