Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1918, Blaðsíða 99

Eimreiðin - 01.07.1918, Blaðsíða 99
Eimreiðin\ KONUNGURINN UNGI 227 að skógarjaðrinum. Þar var urmull af mönnum að vinna í þurrum árfarvegi. Um allar klappirnar voru hóparnir eins og mý á mykjuskán. Þeir grófu djúpar holur í jörðina og fóru niður í þær. Sumir voru að kljúfa klappirnar með meitl- um og sleggjum, en aðrir voru að grafa sandinn. Þeir tættu kaktusjurtirnar upp með rótum og tróðu skarlatsrauðu blómin niður í forina. Þeir hlupu til og frá, æptu hver í annan og enginn sat auðum höndum. f skugganum í einni holunni sátu þau, dauðinn og ágirndin, og horfðu á alt saman. Og dauðinn mælti: ,,Eg er orðinn leiður á þessu. Láttu mig fá þriðjung af þeim, og þá skal eg fara.“ En ágirndin hristi höfuðið: „Þeir eru vinnumenn mínir,“ svaraði hún. Og dauðinn sagði: „Á hverju heldurðu?“ „Eg er með þrjú frækorn,“ svaraði hún, „en hvað varðar þig um það?“ „Gefðu mér eitt þeirra,“ kallaði dauðinn. „Eg ætla að sá því heima hjá mér, í garðinum mínum. Að eins eitt þeirra og þá skal eg fara.“ „Eg gef þér ekkert,“ sagði ágirndin, og hún fól hendina í barmi sér. Þá hló dauðinn kuldahlátur. Og hann tók bolla, dýfði hon- um í pytt einn og upp úr bollanum rauk köldusóttin. Hún straukst gegnum mannþyrpinguna og þriðjungur allra lá dauður eftir. ísaþokan elti hana og vatnssniglarnir slettust við hlið henni. Og þegar ágirndin sá, að þriðjungur mannanna var dauður, barði hún sér á brjóst og grét sáran. Hún barði á steingeld brjóstin og öskraði hátt: „Þú hefir drepið fyrir mér þriðjung vinnumannanna,“ hrópaði hún. „Snáfaðu burt héðan. Það er ófriður í Tartaríufjöllunum, og báðir kóngarnir eru að kalla á þig. Afganbúar eru búnir að slátra tarfinum svarta og eru búnir til bardaga. Þeir hafa stálhúfur á höfðum sér og berja vopnum á skjöldu. Hvað varðar þig um dalinn minn? Hvað þarft þú að vera að drepa menn þar? Hafðu þig á brott og komdu aldrei framar!“ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.