Eimreiðin - 01.07.1918, Blaðsíða 98
226
KONUNGURINN UNGI
[Eimreiðin
uöu af honum perluna og hrundu honum niöur aftur. Hinir
þrælarnir féllu i mók viö árarnar.
Aftur og aftur kom hann upp með sama hætti, og í hvevt
skifti kom hann með fagra perlu í hendinni. Yfirmaðurinn
vóg þær, og stakk þeim svo í litla skjóðu úr grænu skinni.
Konungurinn ungi reyndi að tala, en tungan var límd við
góminn, og varirnar gat hann hvergi hrært. Svertingjarnir
skröfuðu saman í ákafa og komust svo x orðahnippingar út
af nokkrum perlum. Máfar tveir sveimuðu sí og æ í kring
um skipið.
Svo kom kafarinn upp í síðasta skiftið, og perlan, sem hann
hélt nú á i hendi sér, var fegurri en allar perlur Ormuzs, því
að hún hafði lögun mánans í fyllingu og lit, sem var bjartari
en morgunstjarnan. En ásjóna hans var kynja föl og hann
slöngdist flatur á þilfarinu, en blóðið vall úr eyrum hans og
nefi. Skjálftaflog fóru um líkama hans og svo lá hann graf-
kyr. Svertingjarnir yptu öxlum og snöruðu honum svo útbyrðis.
Og yfirmaður galeiðunnar rak upp fagnaðarhlátur. Hann
seildist að perlunni, og er hann sá hana, þrýsti hann henni að
enni sér og sagði: „Þarna kemur perla í veldissprota kon-
ungsins unga.“ Svo gaf hann svertingjunum merki um, að
þeir skyldu létta akkerum.
En þegar konungurinn ungi heyrði þetta, rak hann upp
vein og vaknaði, og hann sá út um gluggann, hvernig aftur-
eldingin fálmaði eftir bliknandi stjörnunum með löngum, grá-
um fingrum.
* * *
Og hann sofnaði aftur og dreymdi. Og þessi var draum-
urinn:
Hann þóttist vera á gangi í myrkum skógi og héngu þar
á trjánum sjaldgæfir ávextir og eiturblóm, fögur á að líta.
Höggormarnir hvæstu á hann, er hann gekk fram hjá og páfa-
gaukamir flögruðu gargandi grein af grein. Feiknamiklar
skjaldbökur lágu og móktu á heitum jarðveginum. Trén mor-
uðu af smá-öpum og páfuglum.
Alt af gekk hann lengra og lengra, og loks komst hann