Eimreiðin - 01.07.1918, Qupperneq 12
140
TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR [Eimreiðin
um sárin og búa um þau með græðandi jurtum, án þess
að særa nokkra anda. Og sjúkdóma læknuSu þeir, eSa
leituSust við að lækna með aðstoð guðanna, einnig án
særinga eða töframeðala. Auðvitað koma ýms kynleg
fyrirbrigði fyrir i kvæðum Hómers, eins og t. d. þegar
Kirke breytir mönnum Ódysseifs í svín, en þá er það ein-
kennilegt, að Ódysseifur beitir ekki göldrum á móti, heldur
ákallar aðstoð guðanna. Og þegar hann breytir ham, t. d.
verður að betlara þegar hann kom heim, svo að hann
þektist ekki, þá er það ekki með töfraorðum gert, heldur
er það Aþena, sem breytir honum þannig með guðlegu
valdi sínu.
Auðvitað hefir verið til á Grikklandi hjátrú, því að hún
er altaf hjá öllum þjóðum, en hún hefir vafalaust verið
mjög lítil, eins lengi og trúin á gömlu guðina var við
liði, og áður en áhrifanna frá Persum fór að gæta.
það fór saman, að heimspekingarnir losuðu um trúna
á gömlu guðina, og að Grikkjum lenti fyrir alvöru saman
við Persana. Fer þá óðara alt að verða kvikt af allskyns
öndum, og galdrakonstir gera vart við sig. Persar náðu
snemma allmiklum ítökum í pessalíu, og þaðan komu svo
galdrakerlingarnar, „þessalísku konumar“, sem gátu
breytt mönnum í ýms kvikindi eða steina, og riðu yfir láð
og lög i háa lofti. pær eru andlegar mæður þeirra vesal-
ings kvenna, sem öldum seinna var kastað á bálið fyrir
samskonar ferðalög. Mánagyðjan Hekate fær nú það nýja
embætti, að vera einskonar drottning í galdrakvennarík-
inu. Hefir hún vafalaust notið þess, að hún var jafnan
úti á nóttunni, en á nóttunni voru galdrakonurnar á ferli,
að leita nautna. Hafði hún um sig hirð allmikla af ýmis-
konar ófögrum fénaði. Hún gaf sig til kynna í svefni þeim,
sem fóru að því eftir föstum reglum að ná fundi hennar.
Töfratrúin komst þó fyrst í algleyming þegar Alex-
ander mikli hafði lagt undir sig Persaríkið. Bæði var það,
að fjöldi Grikkja fór með honum austur, og kyntist þar
hugsunarhætti og trú Austurlandabúanna, og svo streymdi
sægur af töframönnum að austan. Voru þeir kallaðir ým-