Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1918, Blaðsíða 112

Eimreiðin - 01.07.1918, Blaðsíða 112
240 FRESKÓ [Eimreiðin um eða verksmiðjum. Húsin eru mjög lág! í samanburöi við Rómaborg er London kotbæjarleg, og mér finst næstum því, að eg gæti barið þökin með húfunni minni. Loftið inni í bæn- um er þykt eins og grautur. Það mætti, held eg, ausa því með sleif. Eg stóð lítið við í London, en fór strax áleiðis til Berkshire, er eg hafði litið á málverkasafnið. Þar eru nokkr- ar ágætis myndir, sem aldrei hefðu átt að fara út úr okkar landi. — Berkshire kvað vera nafn á stóru svæði eða sveit. Þar er ljómandi fallegt, nægir skógar, og það minnir mig dá- lítið á Umbríu. En hér vantar fjöllin, til þess að gefa útsýn- inu tign. Loftið er sí-skýjað og þungt, og dapurlegt í saman- burði við blikandi geisla-himininn okkar. Eg sté af lestinni í litlu þorpi, og þar beið mín vagn á ákaflega háum hjólum. Þessi stöð er víst eingöngu handa höllinni Milton Ernest. Við ókum nokkrar mílur um skóg- lendi, og komum þá að garðshliðinu. Þá var orðið kvöldsett. Mér var strax fylgt til herbergis míns. Þar var mér búið bað, og því næst var borinn fyrir mig matur. Ekki varð eg var við nokkra lifandi sálu nema einn þjón, sem á víst að vera mér til hjálpar, og hann skilur, til allrar hamingju, dálítið í frönsku. Morguninn eftir kom til mín maður nokkur, alvörugefinn og vel til fara, og fór hann með mig inn í danssalinn. Hann sagði mér, að „hin náðuga frú“ ætlaði að hitta mig um hádegið í lestrarsalnum. Það varð. Eg hélt að hún væri miðaldra, en þegar til kemur er hún mjög ung. Hún heilsaði mér kuldalega, og spurði hvort eg hefði alt, sem eg þyrfti á að halda, og án þess að bíða eftir svari spurði hún mig, hvernig herra Hollys mundi líða. En Hollys þessi kvað vera náfrændi hennar og einhvers konar umsjónarmaður hennar. Hún beið heldur ekki eftir neinu svari upp á þetta, en sagði, að það væri best, að eg byrjaði strax á verkinu, því að það lægi mikið á því. Hún lét í ljósi þá ósk, að eg gerði myndirnar fallegar og sagði, að best væri fyrir mig að breiða eitthvað fyrir þær, því að fólk væri svo einfalt í þessum sökum. Svo kinkaði hún aftur kolli til mín í kveðju skyni, og eg þóttist skilja, að samtalinu væri slitið. Fyrirgefið mér þetta málæði alt. Mér er miklu betur lagið að halda á pensli en penna, eins og þér þekkið. En þér fyrir- gefið uppeldisbarninu yðar allar yfirsjónir. Þessi staður, þar sem eg á nú heima, er drungalegur, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.