Eimreiðin - 01.07.1918, Blaðsíða 18
146
TÖFRATRú OG GALRRAOFSóKNlR [Eimreiðin
Svo kemur kristindómurinn og breytir frá rótum trúar-
skoðunum manna, um nálega allan heiminn, sem þá var
þektur, og byltir skoðunum manna á öðrum efnum hingað
og þangað. Hvaða áhrif hafði hann á hjátrúna eða töfra-
trúna?
Fyrst og fremst kom hann eins og frelsandi engill frá
hræðslunni við hina illu anda. Guð kristinna manna var
svo voldugur, að enginn annar honum hkur gat komist
fyrir, og ekkert gat skaðað þann, sem undir hans vernd
stóð. Jesús Kristur var og kominn til þess að „niður-
brjóta verk djöfulsins". Óttinn var því ástæðulaus fyrir
þá, sem kristnir voru.
En gallinn var sá, að kristindómurinn hélt eftir sem
áður hugmyndinni um hina illu anda. pví að þó að þeir
stæðu undir yfirstjóm guðs, þá var þó þar með asninn
leiddur inn í herbúðimar, og tíminn leiddi hörmulega i
ljós afleiðingar þess. Fjöldi hinna illu anda óx nú einnig
og margfaldaðist jafnótt og kristindómurinn breiddist út,
þvi að sú óheillaskoðun varð ofan á, að heiðnu guðimir
væm illir andar. Um þetta hafði allmikið verið deilt
áður, en t. d. hjá Páh postula getum vér séð, að þessi
skoðun kemur víða fram, og að hann lika taldi heim-
inn fuhan af ihum öndum. í biblíunni heyrum vér nefnda
t. d. Beel-sebub, morgunstjörnuna, Lúcifer, Levíathan.
Hver þjóð fær á þenna hátt sinn herskara af djöflum,
því að hver þekti best sína eigin. Af þessu kemur það, að
bæði sjálfur höfuðpaurinn og allir hans púkar fá á sig svo
misjafnan blæ, eftir því hjá hvaða þjóð það er. J?að er
ekki Satan ritningarinnar, sem mótast í meðvitund fólks-
ins, heldur Satan, útbúinn eiginleikum hinna gömlu,
heiðnu guða þeirrar þjóðar, sem í hlut átti.*
* T. d. ier djöfullinn eineygöur karl í íslensku þjóðtrúnni,
og er það auðvitað óðinn. „Amma djöfulsins” er vafalaust Freyja,
þó ilt sé þar að þekkja hana. Það, hvernig hún geystist í loftinu,
hefir strax komið á hana galdrakerlingar-óorði, o. fl. mætti
nefna.