Eimreiðin - 01.07.1918, Page 123
Eimreiðin]
RITSJÁ
251
af stað, stríðssögur, skáldsögur, einstakar lýsingar o. s. frv., og er
þó síður en svo, að séð sé fyrir endann á þvj enn. Það verður lagleg
fúlga að blaða í fyrir sagnameistara síðari tíma.
Líklega hefir þó enginn rithöfundur stríðsins mikla komist inn á
fleiri heimili og inn að fleirum hjörtum en Patrekur Gillsson, eð'i
Patrick MacGill eins og hann heitir réttu nafni. Hann er írskur að
ætt og uppruna, og hefir verið lengi á vígvellinum og komist gegnum
margar og miklar mannraunir. Hann skortir því eigi frásagnarefnið.
En hitt er þó meira um vert, að hann er gæddur alveg einstökum rithöf-
undarhæfileikum. Bækur sínar ritar hann á vígvellinum og hefir því dag-
lega fyrir augum það, sem hann er að segja frá, og penni hans klæðir það
svo holdi og blóði, að það er eins og lesandinn sé með honum í svaðilför-
unum. En það sem þó er máske aðdáanlegast, er það, hve frásögn hans
er undur látlaus og fjarri öllu yfirlæti. Það er enginn rembingur,
hvorki yfir eigin hreysti eða yfirburðum Englendinga. Ófriðurinn er
í augum hans brjálæði. Þjóðverjar og Englendingar eru bræður, sem
í fásinnu og augnabliks æði drepa hverir aðra. Það er þetta, sem í
mínum augum hefur Patrick MacGill upp yfir alla aðra, sem eg hefi
lesið eitthvað eftir frá ófriðnum. Hann er alls ekkert að „agitéra" fyrir
sinni þjóð.
Þýðingin er dável gjörð, látlaust, fjörugt og svipfallegt íslenskt mál
er á allri bókinni, og um ljóðin má sama segja, þó þau séu þýdd af>
öðrum. Nokkra smíðagalla á málinu mætti nefna, en hér skal þó að
eins það nefnt, að það er hinn mesti ósiður, að láta ekki útlend nöfn
halda sér rétt, nema þau hafi unnið sér hefð i íslensku. Á eg hér við
það, að þýða MacGill með Gillsson. Ekki þykir oss fagurt, þegar útlend-
ingar afbaka þannig íslensk nöfn. Bók þessi, og aðrar bækur þessa
höfundar, hafa selst utanlands í tugum og hundruðum þúsunda eintaka,
og eg efast ekki um að hún verður lesin með áhuga hér heima líka.
Eg vil ráðleggja hverjum manni, sem vill kynnast ástandinu á víg-
vellinum og jafnframt lesa verulega skemtilega bók, að fá sér „Sóknina
miklu“. Frágangur bókarinnar hið ytra er hinn fallegasti, og mynd á
kápunni. 1 síðasta hefti Eimreiðarinnar var kafli úr annari bók eftir
þennan sama höfund: „Veislan í gryfjunni“. M. J.
Þá bókafregn höfum vér að færa öllum bókmentavinum, að Ljóð-
mæli Þorsteins Erlingssonar eru í útgáfu, munu koma á markaðinn
fyrir jólin. í því bindi, sem nú kemur, verða Þyrnar, sem hafa tyerið
ófáanlegir nokkuð lengi, og önnur kvæði, sem hann hefir ort eftir
útkomu þeirra, þar á meðal það, sem tilbúið var af Fjalla-Eyvindi. Á
næsta ári er í ráði að gefa út Eiðinn allan í einu bindi. Þriðja bindið
af ritum Þorsteins mun koma þar á eftir og í því rit í óbundnu máli,
dýrasögur, sendibréf, o. s. frv.