Áramót - 01.03.1907, Page 5
9
höfum vér borgað. Og ekki er því að neita. að dýrar
þykja oss bækurnar aö heiman með því verði, sem á
þeim er hér í landi. En hvað um það, að því, er verald-
legar bókmentir áhrærir, erum vér i skuld við bræöurna
heima, því satt að segja höfum vér sára-lítið sjálfir
lagt tif íslenzkra bókmenta nema rusl tómt. Á hinn
bóginn höfum vér lítið gagn haft af kirkjulegum bók-
mentum að heiman. Þegar vér byrjuðum kirkjulega
starfsemi hér, var ekkert kirkjulegt tímarit til á íslandi.
Og enn þann dag í dag er þaðan engan leiðarvisi að fá
fyrir í'orf kirkjulega starf. Ekkert sunnudagsskóla-
blað er til á íslenzku. Ekkert rit er til á móðurmáli
voru, sem leiðbeint geti ungmennafélögum vorum í hinu
sérstaka starfi þeirra. Ekkert blað er að fá frá íslandi,
sem kennir mönnum að starfa í frjálsum söfnuðum cg
eftir því fyrirkomulagi, sem viðgengst hér í landi.
Ekki skal þó vanþakkað margt gott, sem oss hefir
borist síðan kirkjulegu timaritin fóru að kotna út á ís-
landi, þótt þau eðlilega hafi ekki nema að nokkru leyti
verið við vort hæfi. Hin eiginlegu málgögn kirkjunnar
á íslandi: „Kirkjublaðið“, „Verði ljós!“ og „Nýtt
Kirkjublað“, hafa um mörg ár borist oss og verið at'
all-mörgum lesin. Engurn verttlegum hreyfingum og
alls engttnt framkvæmdum munu þau þó hafa komið til
leiðar hjá oss, nema hvað „Verði ljós!“ vakti hér sent
annarsstaðar rnikið umtal út af máli því, er lengst af
virtist aðal-mál þess: hinunt nýju kenningum ttni heil-
aga ritningu og öörum þeim kenningum, sem með þeirn
fljóta. Og aö einhverjtt leyti hefir það blað vafalaust
liaft áhrif á skoðanir sumra rnanna. Umræður þær, er
út af því spunnust. olltt all-mikilli vatnsins hræringtt