Áramót - 01.03.1907, Page 11
15
aö móðurmáli, verður einatt ágreiningur. Eldri menn
menn og íhaldsamir amast við nýju tungunni og vilja
hana eigi heyra í kirkjum sínum. Yngri menn og
ógætnari heimta oft burtrekstur gamla málsins áður en
full ástæða er til. Víða í ríkjum Bandaríkjanna hefir
lúterska kirkjan tapað stórhópum barna sinna fyrir þá
sök, að hún eigi lét þeim i tima i té landsins og þeirra
tungumál í kirkjunni. Yngra fólk, sem ekki hefir full
not af gamla málinu, hefir unnvörpum yfirgefið söfn-
uði sína og gengið í enska og ólúterska söfnuði. Á
síðari tíð eru kirkjufélögin farin að viðurkenna, að það
geti verið sama sem sjálfsmorð, að prédika á hinum
gömlu málum þar til enginn skilur þau meir. Hvar-
vetna er því farið að sjá þeim, sem þess þarfnast, fyrir
ensku safnaðarlífi innan síns eigin kirkjufélags. En
það verða oft sárar deilnr út af málunum, og stafar af
þeim tjón mikið.
Það er nú einnig að þvi komið, að kirkjufélag vort
þarf að átta sig á þessu máli, því hér er vandrataö milli
Skyllu og Karybdis. Ilér er hætta á báða bóga.
Hættulegt er það að flýta á nokkurn hátt fyrir eðli-
legum hamskiftum sínum. Jafn-hættulegt er að leitast
við að tefja fyrir náttúrlegu lífslögmáli. Að útiloka
sig frá eða innibyrgja sig fyrir menningar- og kristin-
indóms-áhrifum hins volduga þjóðlífs og kirkjulífs
þessa lands með Kína-múr íslenzku-dýrkunar væri i
mesta máta skaðlegt. Gyðingar héldu, að guð gæti eigi
verið annarra guð en þeirra. Þjóðverjar héldu, að
Lúterstrú gæti eigi kend verið nema á Þýzku. Sumir
ís'.endingar erit alt eins þröngsýnir, þegar ræðir um
tungumála-spursmálið. í sjálfu sér ætti mál þetta að