Áramót - 01.03.1907, Page 12
i6
vera auövelt viðureignar. Úrlausnin virðist svo aug-
ljós, sú: að láta á hverjum stað ])að málið ráða, sem
hlutaðeigendtim er eðlilegast að nota. En l>ví miöur
verður þetta svo oft að tómu tilfinningamáli og til-
finningarnar fara með skynsemina í gönur.
í eldri bygðum íslendinga, þeirra, sem ekki eru því
afskektari, er hin yngri kynslóð í öllum hugsunarhætti
eins og annað ameríst fólk og talar enska tungu öllum
stundum. Margt ungt fólk, karlar og konur, hefir náð
góðri mentun á hérlendum skólum og er í virðulegum
stöðum. Það les mjög lítið íslenzk blöð, en fylgir þeim
mun betur með í enskum blöðum. í bæjunum skilja og
flest börn og unglingar ensku vel, en íslenzku illa. Og
að sama brunni ber allsstaðar um bygðirnar innan
skamms. f tima er því bezt að búa sig undir það, að
fullnægja þeim kröfum, sem þetta ástand hefir í för
með sér.
Sú tíö hlýtur líka að fara óðum i hönd, að vér ein-
angrumst eigi lengur með allan félagskap vorn þar sem
vér erum búsettir innan um annað fólk. Vér verðum
að vera því vaxnir að taka vorn tiltölulegan þátt i al-
mennri kristindómsstarfsemi bæjanna og bygðanna,
sem vér búum í. ís’enzku prestarnir verða að geta
staðið á ræðupöllum samhliða öðrum leiðtogum lýösins
og talað við margskonar tækifæri á landsins máli.
Söfnuðir vorir eiga ekki að skoðast „útlendir“ söfnuö-
ir, sem gengið er fram hjá, þegar um samtök og sam-
vinnu kirkjulýðsins er að ræða. Nei, íslenzka kirkjan
á að vera svo hérlend, að hún sé salt þess mannfélags,
er hún tilheyrir.
Stefna vor á ekki að vera aftur á bak, heldur áfram