Áramót - 01.03.1907, Page 14
i8
ar og hinna ýmsu deilda hennar, fá ljósan skilning á
Því, hvar hana er að finna bezt vi« vort hæfi, og koma
l>ar smábát vorurn í tengsl við stórskipin sem oss finst
oss eðlilegast að vera og vér sjálfir mættunr helzt lið-
gengir kallast.
Þegar svo langt er komið sögu vorri, mun einnig
minka hættan, sem oss er af innra ófriði búin. Þá
verða starfsmenn vorir hver öðrum samrímdir, þar
l>eir hafa lært verk sitt að vinna á sörnu verkstofu,
drukkið af sömu mentalindum, meðtekið sama anda.
Söfnuðirnir munu liafa sameiginlega starfsaðferð, sam-
eigin'.egt guðsþjónustuform, sameiginlegan anda.
Þjóðardramb og tungumálarígur hefir löngum
staðið ríki Krists á jörðinni í vegi. Ríki Krists er
hvorki háð hjóðerni eða tungu. Það er víðtækara en
svo. Og í himnaríki mun kirkjan naumast verða að
því spurð, hvað mikið hún hafi á jörðinni að Því unnið
að viðhalda sérstökum þjóðernum eða kenna tungumál.
En að þvi mun hún spurð, hve miklu hún afkastaði í
þá átt að útbreiða kærleiksríki frelsarans og hve mörg-
um sálum hún bjargaði úr dauöa. Framtið kirkjufé-
lags vors má vera við það eitt bundin, að gera menn þá,
er það nær til, að guðs börnum og erfingjum eilífs lífs.
Fyrir Þeirri hugsjón verður alt að víkja, því í saman-
burði við hana er alt annað smátt og lítilsvirði.