Áramót - 01.03.1907, Page 20
24
vors islenzka fólks, þá fyrst var fariö að hreyfa því
máli hjá oss, og sögöu, aö svo lítil væri trúin heima fyr-
ir, aö ekki væri af henni miðlandi til annarra. Til eru
á prenti ummæli sumra forstööumanna Austur-Indía-
félagsins frá þeim árum. Einn þeirra komst svo aö
oröi: „Ekkert getur verið heimskulegra, kostnaðar-
samara og meir ófyrirsynju en það, aö senda trúboða
til lýðlendna vorra i Austurheimi. Enginn vitskertur
ofstækismaöur hefir boriö fram argari tillögu." Jafn-
vel annar eins lærdómsmaöur og presturinn Sidney
Smith saurgaði marga dálka í tímaritinu Edinburgh
Rcview árið 1808 tneö illmælum um trúboðsstarfið.
Trúboöana nefndi hann „auðvirðilegan skríl“ og „vit-
firringa“. Urn þá, sem kristna trú tóku i heiðnu lönd-
unurn fyrir starf trúboöanna, segir hann: „Þaö eru
eintómir drykkjurútar og óþokkar, sem narra fé út úr
trúboðunum, strjúka svo burt og troöa kristindóminn
niöur í forina.“ Trúboösfélagiö, sem stofnað var um
aldamótin á Englandi og nefndist Thc Church Mis-
sionary Society, fékk um mörg ár ekkert liðsyröi hjá
leiðtogum kirkjunnar. Enginn biskupanna fékst til að
gefa sig við fyrirtækinu fyrr en árið 1815, a<'1 tveir
biskupar sóttu ársfund félagsins. Ekki fyrr en það
sama ár fékst nokkur nýtur kennimaður til að taka að
sér kristniboðsstarf. Þangað til liaföi félagið ávalt
oröið að leita til Þýzkalands að starfsmönnum. Svo
lítill var áhugi fólks fyrir málefninu. að fyrsta fjórð-
ung aldarinnar voru tekjur félagsins til jafnaðar á ári
hverju eigi nema 1,605 dollarar. Svipaö var með
ameríska trúboðsfélagið, þegar það var myndað. Tekj-
ur þess fyrsta árið voru að eins $999.52.