Áramót - 01.03.1907, Blaðsíða 22
2Ö
traust til skýrslu þeirrar, er fræftimaðurinn Christlieb
liefir samið. Samkvæmt henni voru tekjur allra kristni-
boðs-félaganna samtals ekki nærri 250 þús. tloll. árlega
í byrjtin aldarinnar. Trúboðarnir voru alls 175, og af
þeim voru xoo Móravingar. Tala kristnaðra hciðingja
var þá laklega 50 þús. alls. Trúboðs-skólar voru ekki
fleiri en 70. Biblían var enn ekki til nema á fimmtíu
tungumálum.
Nú eru aftur á móti haldnar nákvæmar skýrslur
yfir alt, sem að trúboðsstarfinu lýtur. Sýna þær ljós-
lega, hve mikill viðgangur kristniboðsins hefir verið á
öldinni. Arlegar tekjur trúboös-félaganna eru nú sem
næst 23 milíónir dollara, og fara sífelt vaxandi. Árið
síðasta (1 yoó) voru í Bandarikjunum níu miliónir doll.
lagðar franx til kristniboðs meðal heiðingja og álíka
upphæð á Englandi. Tala kristniboðanna, karla og
kvenna, er 18,591. Með þeirn starfa um 90,000 inn-
lendra trúboða í hinum ýtnsu löndum, og verða hinir
síðar 'töldu innan skamms sjálfstæðir fyrirliðar í kristni-
boösstarfinu meðal þjóða sinna. Samtals eru þá starfs-
mennirnir nú 108,591, þar sem þeir voru að eins 175
fyrir hundrað árum. Tala fullorðins fólks í kristnu
söfnuðunum i heiðnu löndunum eru um tvær milíónir.
Skólarnir, sem voru 70 fyrir hundrað árum, eru nú
orönir nærrri 300,000, cg er þar nærri hálf önnur milíón
ungra manna og mevja við nám. Árlega eru nú prent-
aöar 7,500,000 biblíur á meir en 400 tungumálum.
í sambandi við hinn mikla viðgang trúboðsins á
síðustu öld er vert aö minnast Þess, að á því tímabili
hefir þurft að læra allar aðferðir, tilbúa öll áhöld og
koma skipulagi á alt starfið. í Þessu eru framfarirnar