Áramót - 01.03.1907, Síða 27
3i
þau, er átt hafa sér staS á síðustu árum, gefa fullvissu
fyrir því, afi á tuttugustu öldinni muni Kína feta í fót-
spor Japana, og vestræn menning ná þar viðgangi.
Fyrir hendi eru eigi skýrslur um trúboSiö í Kína aðrar
en sex ára gamlar. Þær bera með sér, aö þá voru í
Kina 2,800 trúboðar prótestantiskrar trúar og 700
] arlendir aðstoðarmenn. 113,000 Kínverjar höfðu þá
tekið trú.*J
I Síam var byrjað á kristniboði árið 1828. Fyrstu
kristniboðarnir komu þangað frá Indlandi og fengu
góðar viðtökur. Hvcttu þessir menn kirkjuna í Vest-
urheimi til að hefjast handa og styðja trúboðið í Síam.
Merkiskonan frú Judson hafði niu árum áður þýtt
kristilegt barnalærdómskver á síamsku, og er það hin
fyrsta bók, sem prentuð var á því máli. Um 1830
fóru trúboðar að streyma til Síam, en þeir fengu litlu
áorkað sökum óvildarhugs þess, sem konungur sá, er
þá sat þar að völdum, lagði á þá. Sá konungur féll frá
1851. Kom þá til ríkis Maha-Mong-Kút, og haföi
hann verið mentaður af kristnum trúboða. Bæði hann
og eftirmaður hans báru hlýjan hug til kristindómsins,
*) Eini islenzki kristniboöinn, sem vér vitum um,
er í Kína. Það er kona, sem nú nefnist Mrs. Hayes.
Hún er læknir, útskrifuð af læknaskóla hér í Bandaríkj-
um, og gift lækni, er Mr. Hayes heitir. Hún heitir
annars Steinunn og er Jóhannesdóttir, ættuð úr Saur-
bæjarsókn í Borgarfjarðarsýslu. Til Ameríku kom
hún tæplega tvítug. Manni sínum giftist hún í Kali-
forníu. Þau hjónin eru í þjónustu Baptista-trúboðs-
félagsins, og eru við trúboðsstöðvarnar í Ying Tak í
Kína.