Áramót - 01.03.1907, Page 31
Hin postullega trúarjátning.
Hin postullega trúarjátning hefir átt sér all-mikla
sögu, eins og flest önnur fornaldar-rit, sem ódauðleg
hafa orðið. Á síðasta mannsaldri hafa ýmsir fræði-
menn til þess orðið, að rannsaka að nýju sögulegau
uppruna hennar. Var frumkvöðull þeirra rannsókna
hinn ágæti guðfræðingur, prófessor Caspari, kennari vif
háskólann í Kristjaníu, dáinn árið 1892. Prófessor
Kattenbusch hélt þeim rannsóknum áfram á Þýzkalandi
og reit um þær ntargar bækur. Fjöldi bóka og rita um
þetta efni birtist og á Þýzkalandi fyrir fám árum í sam-
bandi við deilur þær, er þar hófust út af notkun trúar-
játningarinnar í guðsþjónustum kirkjunnar.
Það vita menn með vissu, að trúarjátningin hefir
til verið i því formi, sem nú hefir hún, frá því á sjöttu
öld kristninnar. En löngu áður var hún til í nokkuð
styttra formi, og er hún í þeirri mynd nefnd: „róm-
verska játningin gamla“. Kunnugt er það af ritum
Rúfínusar frá Aquileja, að sú játning var til í róm-
versku kirkjunni á fjórðu öld, og hljóðaði hún þá svo:
„Eg trúi á guð föður almáttugan, og á Jesúm Krist, hans
eingetinn son. drottin vorn, sem fæddur var af heilögum
anda og Mariu meyju, var krossfestur undir Pontíus