Áramót - 01.03.1907, Síða 32
36
Pílatus og grafinn, reis á þriöja degi upp frá
dauðum, steig upp til himins, situr við hægri hönd föð-
ursins, þaðan er hann mun koma til að dæma lifendur
og dauða; og á heilagan anda, heilaga kirkju, fyrir-
gefnitig synda, upprisu holdsins.“
Með litlum orðamun má rekja játninguna í Því
formi, sem nú var sagt, alt til seinni hluta annarrar ald-
ar. Eru það þeir Tertúllían í Norður-Afriku og íren-
æus i Suður-Gallíu, sem fyrstir vitna meS vissu um játn-
ingu þessa. Margir fræðimenn ætla, að játningin hafi
þá verið jafnvel orðrétt eins og á dögum Rúfínusar, en
aðrir þykjast þar finna nokkurn orðamun. Ef slept er
öllu því, sem dregið hefir verið í vafa að stæði í játn-
ingunni á annarri öld, þá stæBi þó eftir sem óyggjandi
þaS, sem nú segir: ,,Eg trúi á guS föður almáttugan, og
á son hans Jesúm Krist, sem fæddur er af Mariu meyju,
krossfestur undir Pontíus Pílatus og grafinn, reis á
þriðja degi upp frá dauðum, steig upp til hirnna, settist
til föðursins hægri handar og mun þaðan koma til aS
dæma lifendur og dauða; og á heilagan anda cg upp-
risu holdsins.“
í þessari mynd fullyrSa menn nú aS játningin hafi
verið til í rómversku kirkjunni á árunum 150—175 e.
Kr., og telja hana þar til orðna. Caspari hafði eignaS
uppruna hennar hinni austrænu kirkju, en Kattenbusch
°g yngri menn staShæfa, að þar verði menn ekki varir
við hana, svo að áreiöanlegt sé, fyrr en á þriðju öld.
En til grundvallar fyrir þessari trúarjátningu ligg-
ur skírnar-.,formúlan“, sem tekin er úr Matt. xxviii, 19:
„í nafni föður, sonar og heilags anda“. Þótt eigi sé víst,
að postularnir hafi ávalt viShaft þessa „formúlu“, er þeir