Áramót - 01.03.1907, Page 35
39
„gamla rómverska játningin" veriö samin, og áttu allir,
sem skírast vildu, aö læra hana utan bókar og hafa hana
yfir hátíölega við skírnarathöfnina.
Um það leyti, er „gamla rómverska játningin" kem-
ur til sögunnar, bar hvaö mest á villukenningum þeim,
er Marcion boðaöi. Marcion var biskupssonur frá
Sínópe í Litlu-Asíu. Faöir hans bannfæröi hann og
vildi eigi taka hann i kirkjufélagið aftur. Fór hann þá
til Rómaborgar og geröist þar kristnum mönnum hinn
hvimleiðasti. Hann kendi, aö guð Gyöinga og guö
kristinna manna væri sitt hvaö. Guð gyðingdómsins og
gamla testamentisins sagði hann væri heimsskaparinn og
löggjafinn. Þennan guð kallaði hann hinn réttláta
guð. En honum fráskilinn væri hinn góði guð, sem áð-
ur hefði verið ókunnur, en hefði aö lyktum sent lausn-
ara í sviplíkama í heiminn til að frelsa mennina undan
valdi réttláta guðsins og vonda guðsins (guðs heið-
ingja. Þessi góði guð hefði engin afskifti haft af
sköpun heimsins né heimsstjórninni. Með þeirri
kenningu var kenning Krists um forsjónina meðal ann-
ars kollvarpað.
Gegn þessari villu einmitt virðist fyrsta grein trú
arjátningarinnar vera samin: „Eg trúi á guð föður al-
máttugan“. Gríska orðið, sem þýtt er „almáttugur“—
pantokratór—merkir sérstaklega þann, er „öllu ræður“,
„öllu stjórnar“. „Faðir“ táknar hér „föður alheims-
ins“. Með þessari grein játuðu kristnir menn, að þeir
skoðuðu sinn guð sem skapara og stjórnara alheimsins,
og með því útilokuðu þeir frá sér villuna um fleiri guði
en hinn eina, þeirra og alls heimsins guð.
Önnur grein trúarjátningarinnar er bæði lengst c.g