Áramót - 01.03.1907, Side 38
4-
voru innlimuS í hana, hafa öll sina sérstöku sögu. OrS-
unum „fyrirgefning syndanna" hefir víst veriS bætt viS
skömmu eftir árið 200, og allar líkur benda til, að því
hafi valdið deila sú, er þá hófst í Rómaborg út af því,
hvort syndir þær yrðu fyrirgefnar, sem drýgðar væri
eftir að maður var skirSur.
Óvíst er, hvort greinin um kirkjuna hefir veriS í
hinni upprunalegu játningu eSa ekki. Hvorki írenæus
né Tertúllían nefna hana. En vafalaust hefir hún til
orðiS út af afneitun gnostíka á heilagleik kirkjunnar.
Þeir liéldu því fram, aS kirkjan í heild sinni væri mjög
ófullkomin og ill, en þeir einir væru heilagir og út-
valdir.
ÞaS, sem nú hefir sagt veriS, á viS hina uppruna-
legu mynd trúarjátningarinnar, eSa hina „gömlu
rómversku játningu“ frá annarri öld. Nú smá-bætist
viS játninguna þar til hún i lok sjöttu aldar fær þaS
form, sem haldist hefir til þessa dags. Þrjár sérstak-
ar myndir játningarinnar ganga gegn um söguna fram
aS þeim tíma: liin ítalska, afríkanska og vestur-evróp-
íska. VerSur hér lýst framþróun játningarinnar í
hverri mynd um sig. Játningin fullgerS er eftir vestur-
evrópisku myndinni aS mestu leyti.
Af viSaukum þeim, sem gerSir voru viS gömlu
játninguna og nú standa í hinni postullegu trúarjátn-
ingu, eru sérstaklega markverS atriSin um niSurstign-
ingu Krists i dauSastríSiS, um „almenna“ ékaþólska)
kirkju, um „samfélag heilagra“ og „eilíft líf“.
OrSin „niSurstiginn til helvítis" koma fyrst fyrir
um og eftir áriS 400. Ekki vita menn meS vissu, hvern-
ig á þeim stendur. Líklegast þykir, aS þau sé ávöxtur