Áramót - 01.03.1907, Page 40
44
unum ]>ar á eftir. En hví það var sett inn í trúarjátn-
inguna og hvað Það hefir sérstaklega átt aS taka fram,
er óvíst. Orðatiltæki þetta er algengt síðan á fimtu
öld. Stundum táknar þaö sameiginlega hluttöku
manna í helgum athöfnum, einkum sameiginlega nautn
sakramentanna. Stundum var meS þessu oröatiltæki
átt við samfélag manna viS helga menn framliSna. Sú
merking, sem nú er lögS i orSiS,nefnilega samfélag krist-
inna manna í kirkjunni hvers viS annan, sem þá raunar
þýSir nákvæmlega sama og kirkjan, er aS líkindum ekki
alveg hið sama, sem i fyrstu hefir veriS átt viS meS því
orSi.
OrSin „eilíft lif“ koma fyrir í mörgum útgáfum af
játningunni frá fjórSu öld, og eftir þaS aS staSaldri.
Þ'aS var í alla staSi eSlilegt, aS þeim orSum væri bætt
viS eftir ákvæðiS um upprisuna, og er óþarft aS leita aS
sérstöku tilefni til þessa viSauka. Mönnum hefir fund-
ist „gamla rómverska játningin“ nokkuS endaslepp,
þegar hiS upphaflega trúvarnar-eSli hennar var gleymt.
Gamla játningin endaSi á orSunum „upprisa-holdsins“.
NiSurlags-orSin, eins og nú eru þau, uppfylla þörf hinn-
ar kristilegu vonar og eru Því sjálfsögS sem endir trú-
ar j átningarinnar.
Hin postullega trúarjátning hefir ef til vill meir en
nokkuS annaS haldiS kirkju Krists á jörSinni viS hreina
lærdóma guSs orSs og bundiS hana óleysanlega viS’
Jesúm Krist. ÞaS hefir orSiS allri kristninni til bless-
unar, aS villukenningar annarrar aldarinnar komu fram,
og aS þær voru þess eSlis, aS fyrir þær var persóna
Jesú Krists gerS aS hjarta-punkti trúarinnar í játningu
þessari. Öll kristnin á jörSinni játast undir þessa játn-