Áramót - 01.03.1907, Side 46
50
af kennimannlega forstöðn. Reisti hinn nýi söfnuír sér
furðulega fljótt all-vandaða og stóra kirkju og hafði
ýmsar aðrar framkvæmdir i kristilega lífsglœðingarátt,
og skilst mér, að tilvera þess sérstœða kirkjulega félag-
skapar liafi haft talsverð áhrif til góðs á söfnuð þjóð-
kirkjunnar í höfuðstaðnum.
Hins vegar vildi lítið verða úr því, að klerkalýðr
landsins tœki að rœða með sér sjálft skilnaðarmálið.
Að vísu var því máli hleypt inn á synódus 1897, í fyrsta
sinn þá, og var það rœtt með svo miklu fjöri, að sam-
koma sú virtist lyftast upp í hærra veldi. En það fjör
var skammvinnt og bar engan sýnilegan ávöxt. Á næstu
prestastefnu var það eitt við málið gjört að láta það
bíða. Og þegar það var tekið fyrir á synódus 1899,
var það að eins með hangandi hendi; meðmælin með
því af hálfu prestanna, er töldust Því vinveittir, svo
máttvana Þá, að helzti andstœðingr þess, séra Jón Helga-
son, sá jafnvel ekki ástœðu til að taka til máls. Upp
frá því hefir málinu alls ekki neitt verið hreyft á þeirri
klerka-samkundu. Á ársfundi norðlenzku prestanna
liefir fríkirkjumálið að eins einu sinni verið tekið fyrir
—árið 1899; en ekki nema einn prestanna, sem á þeim
fundi voru, reyndist málinu hlynntr.
En þó að áhuginn fyrir þessu mikla velferðarmáli
kirkjunnar reyndist ekki meiri en þetta, fundu menn þó
all-sárt til þess, að hið kirkjulega ástand á íslandi væri
að mörgu leyti bágborið, og kenndu það að minnsta kosti
að nokkru leyti hinu óeðlilega fyrirkomulagi þjóðkirkj-
unnar. Út af þeirri tilfinning og óánœgju var á synód-
ns 1903 samkvæmt tillögu séra Valdemars Briem, sem
annars hefir allt af fremr verið á móti því, að sambandi