Áramót - 01.03.1907, Page 47
5i
kirkju og landsstjónar væri slitiS, gjörð yfirlýsing um
það, aö hið núveranda fyrirkomulag íslenzku kirkjunn-
ar væri í mörgum greinum úrelt og stœði kristindómin-
um í landinu mjög fyrir þrifum. í annan stað er sam-
kvæmt tillögu sama manns lýst yfir því, að bráö-nauð-
synlegt sé að fá á þessu umbœtr sem fyrst, í þá átt eink-
um, að kirkjan fái sjálfstjórn í eigin málum sínum. Og
skorar svo prestastefnan á alþing aö koma því til leið-
ar, að sett sé milli þinga sérstök nefnd, skipuð fimm
inönnum, til þess að undirbúa slíkar umbœtr á bag
þjóökirkjunnar.
Alþing það, er háð var sama ár mjög skömmu síð-
ar, sam' ykkti, að þessi áskoran frá synódus skyldi tek-
in til greina. Og samkvæmt álvktan alþingis og úr-
skurði konungs var kirkjumálanefndin sett af ráðberra
Islands 22. Apríl 1904. Þeir fimm menn, sem upphaf-
lega voru í bana kvaddir, eru þessir: Kristján Jónsson
yfirdómari, og skyldi bann vera formaðr nefndarinnar,
Lárus H. Bjarnason sýslumaðr, séra Jón Helgason og
séra Eirikr Briem, prestaskólakennarar, og séra Árni
Jónsson, prófastr. Ári síðar, áðr en nefndin bafði veru-
lega tekið til starfa, sagði Kristján Jónsson sig úr
nefndinni, og var Lárusi H. Bjarnasyni þá falin for-
mennska nefndarinnar, en Guðjón Guðlaugsson alþing-
ismaðr kvaddr til að taka hið auða sæti í nefndinni; en
er til kom, reyndist bann forfallaðr, svo nefndarmenn-
irnir urðu eiginlega að eins fjórir. í fyrra vor hafði
nefnd þessi lokið störfum sínum og lét bún prenta álit
sitt, dagsett 6. April 1906, býsna mikið mál og marglið-
að. En kirkjumálanefndin gat ekki orðið á eitt sátt í
tillögum sínum. Hún klofnaði i tvennt, meira bluta og