Áramót - 01.03.1907, Page 51
55
Á árunm, þegar mest var á íslandi talaö um þaö,
að kirkjan þar þyrfti sem fyrst að veröa leyst úr laga-
fjötrunum, sem binda hana saman viö „ríkiö“, og í þvi
tilliti aö fá fullkomið frelsi, var svo aö heyra, að bæði
trúaöir menn og vantrúaðir þar, bæöi vinir kristin-
dómsins og óvinir hans eöa andstœðingar, býsna marg-
ir í báöum þeim flokkum, væri skilnaðarhugsjóninni
verulega hlynntir. Hvorir um sig virtust þá telja þaö
víst eöa að minnsta kosti mjög líklegt, að skilnaðar-ný-
mælið, ef í lög yröi leitt, yröi hinum trúariega eöa van-
trúarlega málstaö þeirra til eflingar. Algjört frelsi
fyrir trúna og algjört frelsi fyrir vantrúna—það fannst
mönnum þá eðlilegt og í rauninni alveg sjálfsagt. Slíkt
frelsi hlyti að veröa þjóðinni til heilla; því þá fengist
reynd á því, hvers virði hvor um sig hinna sundrleitu
andlegu lífsskoöana væri. En smásaman fóru í ís-
lenzku blöðunum aö heyrast raddir frá einstökum mönn-
um i báöum þeim áttum, sem báru þess vott, að hvor-
umtveggja var aö snúast hugr. Aö því er kristindóms-
vinina á íslandi snertir var reyndar breytingin aðallega
í því fólgin, aö þeir, sem áðr höföu tekið til máls með
skilnaðinum eða fríkirkjuhugmyndinni og um væntan-
lega trúarlífsglœðing þar af leiðandi,þögnuðu, svo að í
þeim hópi höfðu nálega þeir einir orðið, sem gengu að
þvi vísu, að þjóðkirkjan væri nauðsynleg kristni lands-
manna til viðrhalds og stuðnings. I hópi hinna mann-
anna urðu skoðanaskiftin, að Því er skilnaðarmálið
snertir, enn þá bersýnilegri eftir þeim ummælum að
ílœma, sem þaðan heyrðust. Ef kristinni trú væri veitt
fullkomið frelsi og algjörlega gefinn laus taumr, þá
myndi það hafa það í för með sér. að meöal kirkjulýðs-