Áramót - 01.03.1907, Síða 52
56
ins brytist út allskonar ofstœkisfullar öfgakenningar, er
koma myndi öllu í uppnám,—óvit, oftrúarvingl, hams-
laus ílokkadráttr, sem hlyti að verða þjóölífinu til svo
eða svo mikillar bölvunar. Til þess aS afstýra þcim
œsingi og ófriöi væri ráölegast aS halda hinu lögbundna
þjóökirkju-fyrirkomulagi áfram. Þjóökirkjan væri jafn-
vel lífsnauösyn til þess aö halda trúnni, kristnu trúnni,
í skefjum. Þetta er andinn í tali þeirra manna á fs-
landi, sem í seinni tíö hafa opinberlega minnzt á mál
kirkjunnar og aö miklu leyti eöa öllu afneita boöskap
kristindómsins. Þegar þeir fóru betr aö hugsa sig um,
þóttust þeir sjá, aö þjóðkirkjan myndi þeirra máli—
lífsstefnunni, sem er á móti evangeliskri kristinni trú—
ómissandi. Hins vegar líta vitanlega margir af prest-
unum og öörum kristindómsvinum á íslandi.svo á, aö
kristninni þar sé lang-bezt borgiö meö því, aö hún eins
og aö undanförnu fái aö hýrast undir verndarvæng
hins borgaralega stjórnarvalds. Þarna er þá eitt band,
sem tengir saman kristnina og antikristindóminn í
])jóölífi voru á íslandi—þjóökirkjan. En ekki get eg
eitt augnablik veriö í neinum vafa um það, að andstœö-
ingar kristinnar trúar hafa í þessu efni opnara auga
fyrir sannleikanum aö því er þjóökirkjuna snertir en
þeir af kristindómsvinunum, ,sem sínu máli í hag vilja,
aÖ sú stofnan haldi áfram.
Það er vist ómótmælanlegt, sem meiri hluti hinnar
íslenzku kirkjumálanefndar tekr fram i áliti sínu, að
þjóöin í heild sinni óskar þess ekki, aö svo stöddu, að
kirkjan sé leyst frá „rikinu“. En þaö er jafn-ómót-
mælanlegt, sem minni hlutinn heldr fram, aö trúar-
bragöafrelsiö, sem þegar er almenningi á íslandi heim-