Áramót - 01.03.1907, Page 53
57
ilað meS stjórnarskránni, stefnir beint í skilnaöaráttina.
í Þessu efni geta menn ekki, þótt þeir vildi, til lang-
frama numið staðar þar sem þeir nú eru—á miSri leið.
Fríkirkjuhugsjónin liggr nú enn meir í loftinu en nokk-
urn tíma áðr. Þótt tekizt hafi að all-miklu leyti að
bœla hana niðr og svœfa hana á Islandi á næstliðnum
árum, þá tekst það aldrei til lengdar úr þessu. Því
bæði er það, að þjóðin þar heima er nú óðum aö brjót-
ast áfram til vaxanda frelsis almennt talað. Hún
keppist nú orðið nærri því ósjálfrátt við að slita af sér
alla óeðlilega og rangláta stjórnarfjötra frá liðinni tíð.
En í annan stað berast henni fréttirnar af ýmsum
stórtíðindum á svæöi trúarinnar og kirkjulifsins, sem
einmitt á þessum síðustu tímum eru að gjörast út um
heim, stórtíðindum, er skýrt benda til þess, að þjóð-
kirkju-fyrirkomulagið fullnœgir hvergi hinum andlegu
þörfum almennings og getr ekki lengr staðizt. Afnám
ríkiskirkjunnar á Frakklandi og öll sú víðtœka og stór-
kostlega barátta þar á seinasta ári, sem þeirri bylting
hefir verið samfara, getr ekki hafa farið svo fram hjá
fólki voru á íslandi, að ekki hafi það fengið nýjar og
vekjandi hugsanir um samskonar mál hjá sér. En eft-
ir því bljóta íslendingar og aö taka, að einnig í lönd-
um Prótestanta eru þær raddir óðum að fjölga og verða
sterkari, sem lýsa óánœgju með tilveru þjóðkirknanna
þar. Eftir slíkum sífjölgandi sögutáknum út um heim
hljóta menn á íslandi að haga sér eins og í öllum öðr-
um löndum. ,.Fja1lkonan“ i Reykjavik, undir hinni
nýju ritstjórn þess blaðs, kom nú rétt fyrir skömmu
(\ Marzmánuði síðastliðnum) með skýra og skorinorða
grein um trúfrclsi. Má þar sjá, að tilfinningin fyrir