Áramót - 01.03.1907, Síða 54
58
nauðsyn skilnaðarins er aftr aö glœðast þar heima, og
að sumir að minnsta kosti meðal brœðra vorra á ís-
landi eru nú ákveðnir í því að láta það mál ekki fram-
vegis liggja í þagnargildi. Hvílíkt ranglæti í því er
fólgið, að ríkið taki að sér til verndar einn sérstakan
trúarflokk eins og fyrir er skipað í stjórnarskrá ís-
lands, er í grein þeirri með rökum sýnt. Og að þeirri
niðrstöðu kemst höfundrinn, að ríkiskirkja og trúfrelsi
sé hugtök, sem með engu móti fái samþýðzt. Virðast
mætti, að ekki þyrfti nema heilbrigða skynsemi tii þess
að sjá sannleik þann, setn liggr í augum uppi eins
greinilega og þetta, sem hér er á bent, og þá einnig
það, að eigi samband kirkjunnar og hinnar borgara-
legu stjórnar að halda áfram á Islandi og annarsstaðar,
þá hljóti menn aftr að afnema það trúarbragðafrelsi,
setn l egar er fengið og náð hefir sér niðri í meðvitund
nútíðar-kynslóðarinnar; en slíkt aftrhvarf getr ekki
komið til mála. I>að tekst aldrei að stöðva framras
ánna á yfirborði jarðarinnar og láta þær hverfa aftr
til baka og niðr í uppsprettur þeirra. En jafn-óhugs-
atilegt er það, að tekizt geti aftrhaldsöflunum í þjóð-
lífinu á íslandi að stenuna þann frelsisstraum, sem hér
er um að rœða, snúa honum við og gjöra hann að engu.
Af þeim, sem aðr hafa á íslandi ritað um skilnaö
ríkis og kirkju og sterklega ráðið til þeirrar breytingar
á ástandinu þar, hefir með ómótmælanlegum rökum
verið sýnt, hvilíkt ólán það var fyrir málefni kristiu-
dómsins, þegar Konstantín keisari forðum á fjóröu öld
eftir Krist afnam trúarbragðafrelsið í rómverska rík-
inu með því að skylda alla þegna stna til þess í orði
kveðntt að játa kristna trú. Jafn-skýrt hefir og í sönui