Áramót - 01.03.1907, Blaðsíða 57
6t
i<5 um kirkjuna og þar hefir veris Hingaö til. Setjum
svo, aö þessi vröi nú einmitt revndin, ef kirkiunni væri
veitt lausn, injndi það að öllu leyti verða ólán? Myndi
það ekki verða til þess, að almenningr þjóðar vorrar
sæi miklu skýrar en nú, hvernig andlega ástandið er í
landinu? Myndi ekki þeir, sem bezt eru kristnir, út af
því fá nýja og sterka hvöt til þess að hafa meiri fram-
kvæmdir og leggja meira í sölurnar kristindóminum til
viðrhalds og eflingar i landinti en nú gjöra þeir? Og
mætti ekki með talsvert miklum líkum við því búast, að
afleiðing slikrar reyndar, slikrar opinberunar, yrði, ef
ekki allsherjar vakning meðal hins sofanda íslenzka
kirkjulýðs, þá samt að minnsta kosti það, að nokkrir i
þeim hópi vöknuðu?
Hvað eftir annað hefir á það verið bent af and-
stocðingum skilnaðarins, að væri kirkjunni sleppt lausri,
þá myndi barátta sú, sem hún þyrfti að eiga i út af
málefni kristindómsins, verða miklu meiri og harðari
en nú er og hefir verið að undanförnu í skjóli hinnar
veraldlegu landstjórnar. Þar er vissulega alveg rétt til
getið. Eftir að kirkjan væri fyrir fullt og allt tekin til
að eiga með sig sjálf myndi langt um meir en nú eða
að undanförnu bera á þeim öflum, sem eru á móti
henni og því guðlega sannleiksmáli, sem henni er trúað
fyrir. Aö einn leyti myndi skýrar koma í Ijós gallarn-
ir á trúarlífi kirkjunnar eigin manna, þeir ýmsu and-
legu sjúkdómar, sem þeir menn hafa til brunns að bera,
þau skaðsemdaröfl, sem heima eiga innan safnaðarlýðs-
ins og meðal annars hafa tilhneiging til þess að sundra
þeim félagskap eða lama starfsemi hans. 11 af öllu
slíku myndi erviðleikarnir vaxa. En i annan stað myndi