Áramót - 01.03.1907, Page 60
64
staðfestir, l>á þarf enginn að efast nm það, að leysing
kirkjunnar á íslandi úr ríkisstjórnarfjötrunum hlyti
einnig að verða þjóðlífinu þar í jarðneskum efnum til
meir en lítils góðs.
Kirkjan á íslandi er sem stendr nærri því eingöngu
klerka-kirkja og hefir svo verið frá alda-öðli. Þeir af
Iandslýðnum, sem nefndir hafa verið leikmenn, koma
nálega alls ekki til greina, að Því er snertir kirkjulegt
starf, nema í því að greiða sín lögákveðnu gjöld, senni-
lega og vitanlega oft með illum hug og nauðung. Ekki
hera þeir neina verulega ábyrgð á Því, hverju fram fer
í kirkjunni. Ábyrgðin öll hvílir á klerkunum og stjórn-
arvöldum þeim, sem sett hafa þá í embættin. Þetta
ömurlega ástand hlyti mjög bráðlega að breytast til
liins betra, ef kirkjan fengi lausn. Það gæti ekki
brugðizt, að leikmannalvðr kirkjunnar kœmi allt öðru-
vísi til greina þá en nú er.
Hvernig ætti að fara með eignir þær, sem nú telj-
ast kirkjunni islenzku tilheyrandi, ef hún fengi lausn?
Þessi spurning var einu sinni lögð fyrir mig, er eg var
staddr á íslandi, og svár rnitt var þetta: Takið allar þær
eignir og kastið þeim í sjóinn. Ekki ætlaðist eg auð-
vitað til, að þetta skyldi tekið í bókstaflegum skilningi.
Með þeim varnagla er eg sömu skoðunar enn. Það er
ekki rneiri frágangssök fyrir lútersku kirkjuna á ís-
landi að standa uppi eignalaus eftir að henni hefir ver-
ið veitt fullkomið frelsi en Það var fyrir frmnbyggjana
íslenzku hér í Vestrheimi að byrja hina kirkjulegu bar-
áttu sína algjörlega öreiga, einkum ef eftir því er mun-
að, hve illa þeir í nálega öllum öðrum greinum voru
undir það búnir að ná sér niðri i landi þessu og trvggja