Áramót - 01.03.1907, Side 71
75
inn, sem ætíð var hvötin hjá honum í allri hans fram-
komu.
Samkvæmt þessu dæmi verður hver sú deild kristn-
innar að kappkosta að hegða sér, sem reynast vill frels-
ara sínum og stofnanda trú. Ef vér sem Lúterstrúar-
menn viljum halda kenningu frelsarans hreinni, er þetta
dæmi hans þvi lögmál fyrir oss til að lifa eftir. Það af-
sakar oss ekki, þótt skyldan, sem oss þannig er lcgð á
herðar, sé ervið. Vér verðum að leitast við að rækja
hana fyrir því. Svipaðar stefnur verða fyrir oss nú
eins og gerðu vart við sig á dögum frelsarans. Það er
til bein afneitun, sem svipar til heiðindóms þess tíma.
Hún neitar guðlegum uppruna kristindómsins, og þar
af leiðandi allri hlýðnisskyldu við hann. Ýmist setur
hún í staðinn einhvern hugarburð manna, eða hún að
eins rífur niður. Til eru einnig stefnur, sem minna á
það sambland heiðindóms og guðlegrar opinberunar,
sem einkendi trúarbrögð Samverja. Þær vilja samríma
það, sem er ósamrímanlegt, koma sér saman um að láta
allan mismun liggja á milli hluta, og gefa þannig allri
villu friðland. Ekki skortir heldur faríseahátt, sem ríg-
bindur sig við ytri siðvenjur og form, hefir á sér yfir-
skin rétt-trúnaðar og guðrækni, en þekkir þó lltið til
þess, hvað lifandi trú er. — Allar þessar stefnur eru til
og aðrar fleiri, sem beinlínis eru sönnum kristindómi til
tálmunar. Kirkjan getur ekki álitið, að þær komi sér
ekki við, þar sem herra hennar lét sér þær koma við.
Og vér vitum, að það, sem knúði hann til að skifta sér
af þeim, var sannur kærleikur. Þess vegna þarf það
ekki og á það ekki að vera af kærleiksleysi, að kirkjan
lætur sig þær varða. Hún hlýtur, ef orð Krists eru