Áramót - 01.03.1907, Side 73
//
biSja hvers sem l>ér viljiö, og þaö mun yöur veitast.“
Mörg önnur crö frelsarans mætti tilfæra, sem öll benda
í sömu átt. Hann kannaðist ætíð við gildi sannleikans,
en vítti fyrir alt, sem kom í bága við hann hjá hverjum,
sem það var. Persónuleg tilfinning komst þar ekki að.
Kærleikurinn hjá honum kom i ljós til mannanna, en
ekki i því að hylma yfir villu þeirra. Þannig dró hann
aldrei úr gildi þeirrar opinberunar, sem hann lét mönn-
unum í té. Þetta dæmi frelsarans ætti að vera krist-
inni kirkju til leiöbeiningar. Hún heldur því hiklaust
fram, að hún sé stofnun, sem byggir á opinberun guðs.
Og slík stofnun er hún. Fyrsta skylda hennar er
að vanrækja ekki þann grundvöll, er hún byggir á.
Verk hennar er að halda á lofti sannleikanum eins og
hún hefir honum viðtöku veitt, og að vitna á móti öllti,
er kemur í bága við hann í kenningu og breytni. Þegar
hún vanrækir þetta, hættir hún að framfylgja kenningu
og dæmi frelsarans, en afsalar sér um leið rétti köllunar
sinnar til að vera guðleg stofnun, þar sem hún lítils-
virðir það erindi, er henni hefir verið af guði fengið
aö rækja. Auðvitað má hún búast við óvinsældum, ef
hún rekur erindi sitt meö djörfung, því ekkert er mót-
spyrnunni gegn kristindóminum eins mein-illa við og
það, að kirkjan fullyrðir, að hún hafi með höndum sann-
leika frá guði. Mótspyrnan vonzkast yfir því, að nokk-
ur stofnan á jörðu skuli halda öðru eins fram um sjálfa
sig, og staðhæfir það þó látlaust, að hún sjálf hafi sann-
leikanu í fórum sínum. En kirkja, sem setur sér það
markmið, að vera drotni sínum trú, lætur enga mót-
spyrnu buga sig. Hún leitast við að starfa að sínu verki
eftir sem áður í kærleika til guðs og manna. Hún