Áramót - 01.03.1907, Page 84
88
hennar svo fjölmargar hvíla á, er svo unclur veikur. Ef
eg er ekki fær um að rannsaka öll ]>au efni frá rótum—
cg þeir munu vera sárfáir í allri islenzku kirkjunni, sem
þaS geta,— vil eg lofa þeim, sem færari eru, aö deila um
lærdóms-atriSin í málinu, í þeirri von, aS þeim takist
einhvern tíma aS komast aS niSurstöSu, sem eg get a5-
hylst. En í þvi máli kannast eg fúslega viö þaö, aö
vísindalegum ástæöum veröur ekki hrundiö nema með
samskonar rökum, og aö „hærri kritíkin“ sem guðfræði-
leg stefna verður eigi yfirbuguð nema á eigin grund-
velli hennar.
En þaö er til önnur hliö'á máli þessu en hin vis-
indalega. Að um hina vísindalegu hlið málsins sé skift-
ar skoöanir finst mér eðlilegt; en allir skynsamir menn
ættu að vera fúsir til, aö ganga að afleiðingum skoöana
þeirra, sem þeir aðhyllast. Og ef skoðanir manna á
biblíunni rýra sannleiksgildi Jesú Krists, svo að þeir
áliti, að hann ýmist hafi haldiö fram röngum skoðunum
á gamla testamentinu af tómri vanþekking eöa duliö
sannleikann viðvikjandi vmsum atriöum til þess að koma
ekki i bága við hjátrú og vanþekking fjöldans, þá sýnir
skynsemi min mér þá afleiðingu, að hugmyndir manna
um guðdóm Jesú Krists þurfi allar aö endurskoða og
stórkostlega að brevta þeirn, ef ekki með öllu láta þær
hverfa. Aö menn geti haft mismunandi skoöanir á
bibliunni gettir mér skilist: en að hafa þær skoðanir á
biblíunni, sem rvra sannleiksgikli frelsarans, og trúa 1 ó
á guödóm hans—það finst mér óskynsamlegt.
Eg tel það liklegt. að i framtíöinni komist kristin
kirkja að hugmynd um innblástur btblíunnar, sem aö
einhverju leyti verður frábrugðin hinni gömlú skoðan,