Áramót - 01.03.1907, Page 91
95
ing, því þar er enginn guð, engin andleg tilvera. Alt,
sem til er, tilviljan tóm. En þegar vér könnumst viö
•þaö, að guS sé til, játum vér tilveru hins andlega, og
föllumst þá um leiö á þaö, aö maöurinn hafi andlega
hliö. Samkvæmt þvi hefir þá maöurinn aö minsta kosti
tvennskonar eöli, andlegt og likamlegt. Hvernig getur
þá nokkur maöur, sem á hverjum einasta degi kannast
viö niöurrööun og aðgreining í sínu eigin eöli, talið
þaö nokkuö óeölilegt, aö í eðli guös sé niöurrööun og
aðgreining? Ætti ekki aögreiningin i hans eigin eöli aö
vera honum bending til Þess, aö einmitt þrenningin sé
hin eðlilegasta hugsun um guö, sem til getur veriö?
Sumir sálarfræöingar telja manninn þrenning:
anda, sál og líkama. Hvort sem þaö er rétt eöa ekki,
þá er þaö víst, að vér mennirnir erum, aö því er eðli
vort snertir, aö einu leyti tengdir jöröinni og dýrunum,
en aö hinu leytinu tengdir æöri andlegum heimi. Er
Þaö þá ekki algjörlega eðlileg hugsun út af því, aö eitt-
hvað þessháttar geti átt sér staö meö guð, aö hann aö
einu leytinu sé frumorsök allra hluta og aö ööru leyti
tengdur hinni sýnilegu tilveru?
Stundum er spurt aö þvi, hvers vegna fyrsta persóna
þrenningarinnar hafi ekki sjálf komið í heiminn til að
líöa fyrir syndir mannanna í staö þess að senda son sinn.
IÞetta er talað af misskilningi á þrenningunni, of mikl-
um og of mannlegum aögreiningi persónanna. Það
er jafn-hægt aö aögreina persónurnar of mikiö
eins og of lítiö. Hvernig stendur á því, aö þú lætur
ekki hönd þína reikna dæmi eða anda þinn höggva
brenni? Er þaö nokkur haröýögi af anda þínum gagn-
vart hendinni, aö hann býður henni aö höggva viðinn?