Áramót - 01.03.1907, Blaðsíða 93
97
hræring vatnsins. Ætli þaS andiega vatnsrót verði
syndþjáöum sálum til lækningar? Eða skyldi þessi
andltga umturnan, sem stendur vfir í kirkjunni, verða
henni til góðs? Því getum vér ekki svarað á annan hátt
en með því að treysta á þann, sem leiðir gott úr illu,
þótt sumir hlutar kirkjunnar hafi einatt bakað sér hegn-
ing með fráhvarfi sínu.
1 þessari umturnan út af kristindóminum, sem nú
stendur yfir, er eitt eftirtektarvert, sem eg ætla
að benda á. Það er til fjöldi manna, og það jafn-
vel cpinberra kennimanna, sem erti að reyna til að rífa
burt allar helgustu undirstöður kristindómsins, en vilja
þó með engu móti sleppa hinu kristna nafni, þykjast
vera kristnir, og telja sjálfa sig fullkomna píslarvotta,
ef því er hreyft, að þeir sé ekki kristnir menn. Þeir
þykjast jafnvel vera betur kristnir en aðrir, þeir einu
menn í raun og veru, sem skilji þann kristindóm rétt,
sem Jesús frá Nazaret flutti. Eitt dæmi af þessu nægir
til skýringar.
Maður er nefnditr Campbell. Hattn er prestur
Kongregazíónalista-safnaðarins í Lundúnum. Hann
hefir gjörst forvígismaður hugmynda þeirra um kristin-
dóminn, sem nefndar eru nýja guöfrœSin. Töluverða
eftirtekt hefir maður sá vakið með skoðunum sínum, og
um hann hefir snúist all-snörp deila á síðastliðnum vetri.
Bók þá, sem liann gaf út til að lýsa hugmyndum sínum,
hefi eg ekki séð; en í blaðinu Literary Digest, sem gef-
ið var út 16. Febrúar síðastl., stóð útdráttur úr því, sem
hann l-.afði ritað í Lundúna-blaðið Daily Mail, og má
þar sjá i eigin orðum hans það, sem hann kennir við-
víkjandi helztu atriðum kristindómsins.