Áramót - 01.03.1907, Síða 94
98
Kristindómskenning hans er aöallega i því fólgin
að neita. Hann neitar friðþægingunni, guðdómi Krists
og þar með öllu guðfræðiskerfinu kristna, að því einu
undanteknu, að hann trúir því, að til sé einn guð. En
óljóst er það vissulega, hvað hann á við, þegar hann tal-
ar um guð. Því á einum stað segir hann, að „orðið guð
tákni hinn eilífa veruleika, sem sé orsök allra hluta“; en
á öðrum stað segir hann, „að enginn verulegur munur sé
á guði og manninum.“ Hann talar um guð líkast því,
sem algyðismenn fpantheistarj tala, en guð og náttúran
hjá þeim er eitt og hið sama. En fyrir Jesú Kristi ber
hann virðingu og vill, að menn lifi lífi hans.
Einkennilegt er það í öllu þessu, að Þetta skuli vera
talinn kristindómur, að þeir, sem svona hugsa, skuli með
engu móti vilja sleppa hinu kristna nafni. Þegar þeir
eru búnir að sleppa mikilvægustu atriðum kristinnar trú-
ar, guðdómi frelsarans og friðþægingu, hví þá að vera
að kalla þetta kristindóm? Það stafar víst af Því, að
sú tilhneiging er svo undur sterk hjá oss mönnunum, að
halda lengur í skelina en kjarnann. Þrátt fyrir allan
þennan óskaplega skoðanamun stendur þó mönnum eins
og Campbell stuggur af því, að varpa sér algjörlega út
fyrir vébönd kristinnar kirkju; grípa þeir því dauða-
haldi í stráið á bakkanum eftir að þeir eru komnir í ána
og blása þann boðskap í básúnur, að Þeir standi enn á
fastri jörðinni.
Hvernig vikur þessu við? Er þetta táldrægni
skynseminnar sjálfrar? Eða eru tilfinningar og vilji
manna að reyna til þess að blinda skynsemina? Eg tel
hið síðara rétt. Það er ein af erfðasyndum mannkyns-
ins að breyta þvert á móti heilbrigðri skynsemi. Það