Áramót - 01.03.1907, Side 95
99
virðist vera orðinn einn verulegur þáttur í mannlegu eðli
að gjöra oft það, sem hver heilvita maður getur séð að
er heimskulegt. Stundum stafar þetta af tómu skeyt-
ingarleysi. En það geta verið margar aðrar orsakir;
en ætíð reyna Þessi ýmislegu öfl að varpa ský'lu fyrir
augu skynseminnar, svo maðurinn fái ekki skýrt séð af-
leiðingarnar af gjörðum sínum. Svo langt getur þessi
tilraun til að blinda skynsemina gengið, að jafnvel sum-
ir menn, sem neita öllum helztu trúaratriðum kristin-
dómsins og þar með því helzta, sem Jesús kendi um eig-
in persónu sína, gleðja sig samt sem áður við það af-
sprengi hrokafullrar hugsunar sinnar, að kristindómur
þeirra sé í samræmi við nýja tstamentið.
Einkennilegra, ef unt væri, en alt þetta ósamræmi
skynseminnar er það, hvernig sumum þeim mönnum
farast orð, sem ekki fallast á þessar byltingar-skoðanir
á svæði kristindómsins. Á síðasta fundi, sem presta-
félag Winnipeg-bæjar hélt á þessu vori, lá bók Camp-
bells prests, sem áður er getið, fyrir til umræðu. Víst
væri það mjög fjarri sanni að segja, að allur þorri prest-
anna í Winnipeg fallist á skoðanir bókar þessarar; enda
létu sumir þeirra það í ljós á þeim fundi, að þeir væru
ekki samþykkir skcðunum bókarinnar. En í einu orði
sagt var andi umræðnanna á fundinum sá, að viður-
kenna Campbell sem kristinn skoðanabróður, ekki sízt
þar sem hann væri ljúfmannlegur og góður maður.
Það var talið ódæði að efast um kristindóm hans. Það
var eins og sú skoðun væri ráðandi, að menn gætu verið
kristnir, hvort sem þeir aðhyllast aðal-atriði kristindóms-
ins eða ekki. Hér er dæmi af þvi, hvað sterk er freist-
ingin til að tolla í tizkunni í hugsunum engu síður en í