Áramót - 01.03.1907, Side 99
103
málslaus, fótt eg sé eigi lögmálslaus fyrir guöi, heldur
lögbundinn Kristi, til þess aö eg áynni hina lögmáls-
lausu. Hinum óstyrku hefi eg verið óstyrkur, til þess
eg áynni hina óstyrku. Eg er orðinn öllum alt, til þess
eg yfirhöfuð geti frelsað nokkura. En eg gjöri alt
vegna fagnaðarerindisins, til þess eg fái hlutdeild með
því (i. Kor. 9, 19—23J.
Með þessa stefnuskrá gekk heiðingjapostulinn
mikli að verki. Og með þessari starfsaðferð hepnaðist
honum að leggja heiminn að fótum frelsara sins. Hann
gjörði það, sem alla erindreka kristindómsins langar
til að gjöra, en kunna svo illa lagið á. Vér höfum það
fyrir satt, að svo framarlega sem þeim eigi að ganga
betur, verði þeir að læra af honum.
Þegar hann var með Gyðingum, talaði hann um
trúna og trúarbrögðin frá sjónarmiði Gyðingsins. Svo
ant var honum um að vinna Gyðinga á sitt mál. Eitt
aðalatriði kenningar hans var, að kristinn maður væri
frjáls undan oki lögmálsins. Hann var eigi lengur
þræll, heldur full-frjáls maður. En Þegar hann var
með þeim, sem elskuðu lögmálið um alla hluti framr.
talaði hann eins og sá, sem líka var undir lögmálinu, til
þess með því móti að geta komið lögmálsþrælunum í
samband við frelsarann. Þegar hann var með þeinr
mönnum, sem óbeit höfðu á lögmálinu, og álitu það alt
gyðinglega kreddu, sem lítil eða engin sannindi feldist
í, eyddi hann eigi tímanum til að þrátta vfó þá um
sannleikskjarna lögmálsins, sem honum kom þó aldrei
til hugar að sleppa. Hann vissi, að fyrir Þeim dyrum
myndi lásinn sterkastur. Eg er ekki kominn til að tala
við þig um lögmálið'1, hefir hann að likindum sagt við