Áramót - 01.03.1907, Page 100
104
slíka menn. „Eg er kominn til aö tala viö þig um
frelsiö, sem Jesús Kristur kom til að gefa heiminum.
Mig langar ekki til aö gjöra þig að neinum lögmáls-
þræli. Á allri lögmálsþrælkan hefi eg skömm. En
mig langar til að gjöra þig að sann-frjálsum manni.
Og um það skulum við tala“. Með þessu móti kendi
hann þessum lögmálshöturum lögmál Krists, sem hann
var sjálfur bundinn, — lögmál hins eilífa kærleika.
Svo kom hann til hinna óstyrku. Þeir eru
margir. sem óstyrkir eru í trúarefnum nú á tímum. En
vér getum ímyndað oss, að margfalt fleiri hafi þeir
verið þá. Mjög eru trúarskoðanir manna á reiki nú
og hugsanir margra i bendu í þeim efnum. En hve
miklu fremur hefir það átt sér stað með samtímismönn-
um Páls postula. Fjöldi þeirra manna, er hann átti tal
við, hefir einmitt verið í flokki hinna óstyrku. Alls
konar trúarbragða-hugmyndir fléttuðust saman í sálum
manna. Þar var heiöindómur og gyðingdómur, grísk
heimspeki og egipzk dulspeki, trúarhugmyndir austur-
landa og trúarhugmyndir vestrænna þjóða, — og krist-
indómurinn eins og stjarna í uppgöngu, er fáir vissu
nokkur deili á eða gátu gjört sér grein fyrir.
Nú kemur Páll postuli til þeirra manna, sem ein-
hver skíma af stjörnunni hefir runnið upp hjá í þessari
óumræðilegu trúarbragðaþoku, og fer að flytja 1 eim
erindi sitt, — sitt fagnaðarerindi, eins og hann kemst
sjálfur að orði JRóm. 2, 16). Hve ótal margar ramm-
viltar hugmyndir hann hefir fundið hjá slíkum mönn-
um, — hugmyndir, sem oss myndi hrjósa hugur við að
finna nú á dögum í kristnum mannheimi, svo fáránleg-
ar hljóta þær að hafa verið. Mun hann nú hafa orðið