Áramót - 01.03.1907, Page 108
112
vart bróöur sínum. ,Hve ólíkt postulanum Páli. Hve
ólíkt öllum þeim, sem bezt hafa kunnað að prédika
kristindóm. Steytti hnefinn má aldrei vera á lofti í
kirkjunni. Menn láta ekki kúga sig til lengdar. Með
kúgan er aldrei neitt unnið. Enginn vinnur guði þægt
verk með því að kúga annan með steyttum hnefa.
Kirkjunnar mikla mein á liðnum öldum liefir verið í
þvi fólgið að vilja ávinna sér mannssálir með steyttum
hnefa.
Þessu meini kirkjunnar hefir sú tíð, er vér lifum
á, óvenjulega opin augu fyrir. Hún hatar alla kúgan
eins og opinn dauðann. Hún hefir barist gegn kúgan
og eignast frelsi um fram flest tímabil önnnur. Hún
liéTdur sér í það dauðahaldi. Því það er djásnið henn-
ar, — gulliö, sem hún hefir grafið upp úr söndum tím-
ans. Hún elskar það afbrýðissömum kærleika.
Svo finst henni kirkjan vera móti frelsinu og með
kúganinni. Hún er svo hrædd við að sjá steyttan hnefa
livar sem kirkjan er á ferðum. Saga þjóðar vorrar,
sem að svo miklu leyti hefir verið kúgunarsaga, hefir
haft það í för með sér, að engir menn hafa meiri ímu-
gust á steytta hnefanum en íslendingar. Helzt þeir,
sem sjálfstæðastir eru og mest í spunnið. Eg vorkenni
þeim það. Mér finst það öldungis eðlilegt.
Sú tið, sem vér lifum á, er að þessu leyti lík lög-
málslausu mönnunum á tímum postulans Páls. Lög-
málið, gyðinglegar fyrirskipanir gamla testamentisins,
var þeim eins og steyttur hnefi. Að eiga að láta kúga
sig til að hlýða guði, fanst þeim ógjörningur. teim
fanst það að selja óðul sálar sinnar. Eg tel víst, að
þeir hafi að einhverju leyti farið of langt í þessu. En