Áramót - 01.03.1907, Page 110
114
falin í þessu. Lúterski skilningurinn á guðsoröi biblí-
unnar hefir algjörlega rutt sér til rúms. ÁSur stóö
reformeraða kirkjan öll, — allar hinar mörgu kirkju-
deiklir, sem út af henni fæddust, með kreftan hnefa
andspænis lútersku kirkjunni rneð kenninguna urn bók-
staflegan innblástur hvers einstaks biblíuorðs. Lúter
og siðbótarmennirnir, sem honum fylgdu, stóðu þar
miklu frjálsar að vígi og töluðu jafnvel um heilar bæk-
ur, sem vafasamt væri um, hvort Þær heyrði hinu helga
ritsafni til eða ekki. Á rétttrúnaðaröldinni, þegar
Lúter og andi hans var að svo miklu leyti horfinn frá
þeirri kirkju, sem nefndi sig hans nafni, lentu lútersku
guðfræðingarnir út í öfgar í þessu efni eins og fleiru.
Þeir héldu þá fram nokkurn veginn sama bókstafsskiln-
ingi og bræður þeirra í reformeruðu kirkjunni. En það
varð að eins skamma stund. Lúterska kirkjan raknaði
fljótt við sér aftur og hefir síðan alt fram á þenna dag
hafnað þeirri kenning og barist gegn Þeim skilningi.
Enda heldur hún ekki fram neinum rígbundnum skiln-
ingi á þessu atriði í játningarritum sínum. Árangur-
inn er nú líka orðinn sá, að ensku kirkjudeildirnar eru
algjorlega horfnar frá þeim skilningi og hættar að
halda honum fram.
En eitt hið merkilegasta í þessu sambandi er það,
að lúterska kirkjan hér í landi, sem að mörgu leyti á
liðnum tímum hefir orðið fyrir sterkum áhrifum frá
ensku kirkjudeildunum, heldur nú fram þeim bókstafs-
innblæstri, sem þær eru fallnar frá. Að öðru leyti má
svo að orði komast sem ritningar-hugtakið (skrift-prin-
cip) sé nú orðið hið sama á Þýzkalandi,Norðurlöndum,