Áramót - 01.03.1907, Page 113
ii 7
inn maöur eftir hætti tuttugustu aklarinnar og siðbót-
armennirnir voru á sinni öld.
Hvað myndi Páll postuli liafa sagt við þá, sem
stunda hin nýju biblíufræði, sem svo mikið er talað
um? Myndi hann hafa farið að þrátta viS þá um bók-
mentasögu gamla testamentisins og heimtað harðri
hendi, aö þar væri alt látið standa kyrrum kjörum?
Vel get eg imyndað mér, að hann, svo lærður maður
og djúpvitur, hefði haft mikla tilhneiging til að líta eft-
ir hjá þeim og vita, hvort ekki færi þeir með eitthvert
kák. En naumast trúi eg því, að honum hefði fundist
hann hafa tima til þess. Honum fanst hann eiga heinia
nær miðpunkti lífsins en það. En hann hefði komist
eftir, i hvaða anda þeir væri að lesa ritninguna, hvort
þeir væri að gjöra Krist dýrðlegan meö starfi sínu eða
ekki, hvort trúin á hann væri meginmál hjartna þeirra.
Þegar hann hefði fundið mann með heita og innilega
trú í hjarta sinu vera að lesa ritninguna í þessu nýja
ljósi, myndi hann að likindum hafa klappað á öxl hon-
um og sagt: Halt þú áfram, vinur, öllu er óhætt. Jes-
ús Kristur lýsir þér. Aldrei hefir nokkur maður lesið
gamla testamentið í nýju ljósi, hafi hann ekki gjört
það.
En hvað myndi hann hafa að segja hinum, sem
sitja við sama verk trúlausir? Myndi hann hafa rekið
að þeim steyttan hnefann og reynt að ógna þeim?
Myndi hann hafa farið að þrátta við þá um einstök at-
riði? Nei. En hann hefði reynt að komast að því í
sálarlífi þeirra, sem næst stóð Kristi, og út frá því reynt
til að sýna þeim mannkynsfrelsarann. Hann hefði