Áramót - 01.03.1907, Page 114
Og
leitast við að gjöra þá að trúuðnm guðfræðingum
álitiö öllu óhætt að því búnu.
Snemma síöastliðinn vetur var hér í Winnipeg
flutt erindi all-langt um svonefnda hœrri kritik á
prestafundi Methodista og var eg þar af hending við-
staddur. Þar voru samankomnir eitthvað á að gizka
40—50 prestar. Erindið var flutt af dr. Rose, sem nú
er prestur hér í bænum, en þá var nýfluttur hingað frá
Toronto, aldraður maður, heitur í trú sinni eins og bezt
má verða,—lærður, gætinn og stiltur að sama skapi.
Erindi hans var gætilega orðað og fult lotningarfullum
kristindómi. Þar var sýnt fram á, hvernig Jesús Krist-
ur, guðdómur hans og friðþægingarverk, ávalt hlyti að
verða þungamiðja kristindómsins. En á hinn bóginn
all-eindregið hallast að skoðunum hinnar nýju biblíu-
fræði og sýnt fram á, hvilíkur ávinningur hún væri
fyrir réttan skilning á guðs orði bibliunnar.
Umræður urðu um efni fyrirlesturs þessa á eftir
og varð eg næsta forvitinn um, hvernig þessu myndi
verða tekið. Þarna voru gamlir menn, gráhærðir og
beygðir af elli, sem ekki virtust sérlega líklegir til að
skilja það, sem um var talað, og því síður til að vera
því hlyntir. En þeir stóðu upp hver á fætur öðrum og
scgðu álit sitt. Um leið og þeir báru fram brennheita
játning um trú sina á guðdóm frelsarans, sögðust þeir
allir afdráttarlaust aðhyllast skilning hinnar nýju biblíu-
fræði á gamla testamentinu i öllum aðal-atriðum. Hann
hefði varpað nýju ljósi yfir ótal myrka staði, sem hvílt
hefði áður eins og ok á baki þeirra. Um þetta sýndust
þeir alveg samdóma. Þó kemur flestum saman um, að
þeir sé ein heittrúaðasta kirkjudeildin í landinu. En