Áramót - 01.03.1907, Blaðsíða 117
121
af þessu og fanst meö fcessu gefið í skyn, að þeir ætti aö
færa sig úr flíkunum og ganga inn í „lúterskuna“.
Auövitaö voru báöir jafn-langt frá hinu sanna, hvort
viljandi hefir verið eöa óviljandi. Eg átti aö eins við
þaö, að steytti hnefinn skyldi látinn falla niður á báöar
hliðar, þvi mér fanst hann gjöra báða aö minni mönnum
og vera þeim til ills. Látum únítara vera únítara og lút-
erstrúarmenn það sem þeir eru. Látum steytta hnef-
ann falla niöur og báöa ganga út og inn, hver um eigin
dyr sínar og láta hver annan í friöi. Meö tímanum sigr-
ar þá sú trúarskoöanin, sem sterkari er og sannleikanum
samkvæmari, hvor þeirra sem það veröur. Með þaö
ætti allir að geta verið ánægöir.
Fyrir skömmu las eg í málgagni kirkjufélagsins,
„Sameiningunni", frásögn um fyrirlestra nokkura, sem
fluttir heföi verið í New York út af þeim oröum post-
ullegrar trúarjátningar: getinn af heilögutn anda.
Viö þá frásögn var þessari athugasemd bætt: „Því aö
þaö er víðar en á meðal bræðra vorra á íslandi, að van-
trúin er á þessum tima að leitast viö að fá þeim oröum,
og trúaratriði því, er þau benda á, rýmt út úr hinum
kirkju'egu barnafræöum. Mönnunum, sem gengust
fyrir þvi, aö þeir fyrirlestrar væri fluttir í New York,
hefir augsýnilega ekki fundist þessi þáttur í trúarjátn-
ing kristninnar heyra til smámuna."
Þegar eg las þessi orö, gat eg ekki látið vera aö
hugsa: En sá steytti hnefi!
Þeir „bræöur vorir“ á íslandi, sem hér eiga hlut að
máli, hljóta aö vera þeir sira Valdemar Briem, sira
Magnús Helgason og Einar Hjörleifsson. En bróöir
þeirra í vantrúnni hér fyrir vestan, sem á aö hafa nefnt