Áramót - 01.03.1907, Side 128
132
N. S. Thorláksson lagöi til, aö þeim inntökueiönum sé vís-
að til kjörbréfanefndarinnar, og var það samþykt.
Þá las forseti, séra Jón Bjarnason, upp ársskýrslu sína
svo hljóðandi:
ÁRSSKÝRSLA FORSETA.
Söfnuðir kirkjufélags vors eru 39 að tölu, og gekk einn
þeirra inn í félagið á ársþingi þess í fyrra—Kristnessöfnuðr
i Foam Lake byggð í Saskatchewan. Það er sama talan
sem í orði kveðnu var áðr, í byrjan þess kirkjuþings, þvt
á því þingi var nafn eins safnaðar strikað út á safnaða-
skránni, þar sem það var kunnugt, að söfnuðr sá hafði
fyrir burtflutning fólks orðið að engu. Prestarnir, sem
kirkjufél. heyna til, eru nú að eins 9, einum færri en tilþess
töldust í fyrra áðr en úrsögn séra Odds V. Gíslasonar á
síðasta þingi var samþykkt. Af söfnuðunum er rniklu
meiri hlutinn í Canada, 25, það er að segja 19 í Manitoba,
5 í Saskatchewan og 1 í Alberta. í Bandaríkjunum eru
söfnuðirnir samtals 14, nefnilega 10 í Norðr-Dakota og 4
í Minnesota. Af prestum kirkjufélagsins eru 6 búsettir í
Canada, en 3 í Bandaríkjum. Einn af prestunum, sem
heima eiga hér nyrðra, í Canada, þjónar 2 söfnuðum fyrir
sunnan. Og er það svo að eins einn af kirkjufélags-söfn-
uðunum þar—Melanktonssöfnuðr í Mouse River byggð i
Norðr-Dakota—, sem ekki nýtr fastrar prestsþjónustu. En
af söfnuðunum hér nyrðra eru ekki færri en 11, sem þannig
er ástatt fyrir. Allir þeir söfnuðir hafa þó á árinu notið
einhverrar prestsþjónustu, þótt all-mismunandi hafi hún
verið að vöxtum, sumsstaðar af mjög skornum skammti,
að einu leyti af hálfu nokkurra af þessum fáu reglulegu
prestum vorum, annars vegar —og það einkum—af hálfu