Áramót - 01.03.1907, Page 131
i35
ars Vigíússonar, þótt ekki heyri hann kirkjufélaginu til.
En hins vegar rak Runólír Fjeldsteð trúboðsstarf þar
annarsstaðar í byggðinni að sumrinu til í fyrra, og hefir
hann haldið starfi því þar áfram síðan hann í vor sem
leið kom frá prestaskólanum syöra allt fram að þessu
þingi.
Hjörtr Leó er annar vel þekktur menntamaðr, sem út-
skrifaðist í vor frá Wesley College og hefir síðastliöinn
mánuð unnið að boðskap kristindómsins í þjónustu kirkju-
félags vors. Starfssvæði hans hefir þennan tíma verið í
Álftavatnsbyggð og við Grunnavatn. Það hérað heimsótti
séra Rúnólfr Marteinsson síðastliðið sumar, dvaldi þar
þriggja vikna tíma, í Ágúst og September, og vann þar
að kristindómsmálum. Og í vetr urn jólaleyti ferðuðust
þeir Hjörtr Leó og Guttormr Guttormsson þangað einnig
og dvöldu þar vikutíma í sömu erindum.
Þá hefir og séra Pétr Hjálmsson, prestr Alberta-safn-
aðar, síðan í fyrra sumar aftr og aftr heimsótt landa vora
í bœnum Edmonton og prédikað fyrir þeim kristindóminn,
Og þegar í Ágúst myndaði sá hópr með forgöngu hans
hjá sér söfnuð, sem um leið ákvað að sœkja um inngöngu
í kirkjufélagið. í bœnum Red Deer, sem er á leið séra
Pétrs, þá er hann fer heiman frá sér að Markerville til
Edmonton, hefir hann einnig á fastákveönum tíðum pré-
dikað kristindóminn fyrir löndum vorum, sem þar eiga
lxeima.
Þá er séra Rúnólfr Marteinsson síðastliðið sumar
dvaldi í Álftavatnsbyggð, var byrjað á því að niynéla þar
söfnuð með þeirri hugsan, að sá söfnuðr tengdist svo
kirkjufélaginu. Mun safnaðarmyndan sú fullgjör nú, og
sœkir sá söfnuðr væntanlega um inngöngu í félagið til